MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
MatvŠladagurinn 2017

Frß: 12 oktˇber 2017 09:00
 Til: 12 oktˇber 2017 16:00


FOSSHÓTEL REYKJAVÍK, Þórunnartúni 1, Gullfoss A, 2 hæð

Næring og heilsa á Íslandi – rannsóknir og samfélag

Næring er undirstaða alls sem lifir og áhugi fólks á heilsusamlegu mataræði er sem aldrei fyrr –  ekki þarf annað en lauslega skoðun á frétta- og samfélagsmiðlum til að komast að þeirri niðurstöðu. En hvað er gert á Íslandi á sviði næringar? Eru næringarrannsóknir og lýðheilsuverkefni í einhverju samræmi við þennan mikla áhuga og vægi næringar fyrir heilsu og líðan fólks?

Á matvæladaginn 2017 verða kynntar nýjar rannsóknir og lýðheilsuverkefni sem unnið er að víða í íslensku samfélagi. Þar á meðal eru rannsóknir á næringu aldraðra jafnt sem ungbarna og skólabarna, sjúklinga og alls almennings. Kynnt verða áhugaverð rannsóknarverkefni á næringu í tengslum við geðheilsu, ADHD, krabbamein, íþróttaiðkun, fjölmiðlanotkun barna og fleira. Eins verður sagt frá lýðheilsuverkefninu Heilsueflandi samfélag, og farið verður yfir sögu næringar og rannsókna á Íslandi.

Ráðstefnan, sem er haldin á Fosshótel Reykjavík, er öllum opin og hefst kl 9.00 þann 12. október. Aðgangur er 6.500 kr fyrir allan daginn en 4.000 fyrir hálfan dag. Félagar í MNÍ og nemendur borga fjögur og þrjú þúsund. Hægt er að skrá sig á forsíðu MNÍ.

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands, MNÍ stendur að ráðstefnunni.
 
┴ DÍFINNI
okt.
15
08:00
FENS 2019
13th European Nutrition Conference, Federation of European Nutrition Societies (FENS) 2019 in Dublin, Ireland. The conference will take place from 15 ? 18 October 2019 in the Convention Centre Dublin, Ireland in the heart of Dublin ...
sep.
15
08:00
The ICD 2020 congress will be held in Cape Town, South Africa from 15-18 September 2020, at the Cape Town International Convention Centre.áá
The main congress theme is:á Improving ...
MatvŠladagur MN═
2018
Fj÷lmi­lar sÚrfrŠ­ingalisti Rß­gj÷f Maturer mannsins megin Greinasafn
MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.