MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
MatvŠladagurinn 2018
MatvŠlastefna ? hva­ er ■a­, fyrir hverja og af hverju?


Grand Hotel
Dags. 25 október 2018
Tími: 12:00-17:00
Staður: Grand hótel, Sigtún 38, Reykjavík

Matvælastefna – hvað er það, fyrir hverja og af hverju?
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er lögð áhersla á að Ísland sé leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs. Þar segir að til staðar séu tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. Þróa þurfi allar lífrænar auðlindir landsins, lífhagkerfið, enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu.

Til þess að slíkt sé mögulegt er mikilvægt að smíðuð sé framtíðar stefna í matvælamálum Íslendinga.
Hvað er matvælastefna og fyrir hverja er hún? 
 
Matvælastefna nær ekki eingöngu yfir heilnæmi eða öryggi matvæla heldur getur matvælastefna náð yfir alla þá hluti sem hlutaðeigandi aðilar telja mikilvæga þegar kemur að framleiðslu og neyslu matvæla. Til að mynda getur það skipt máli fyrir heilsu og vellíðan landsmanna að sjónarmið um sykurskatt skili sér í matvælastefnu, skipt máli fyrir samkeppnissjónarmið eða fyrir fæðuöryggi Íslendinga að takmarkaður innflutningur eigi sér stað ákveðnum matvælum til landsins og skipt máli fyrir aðila sem flytja inn vörur til Íslands frá ríkjum með aðild að EES-samningnum að sýnt verði fram á með áhættumati að ekki skuli leyfa slíka innflutning, að öðrum kosti telst innflutningurinn heimill.
 
Hvers vegna ættum við að setja stefnu um þessi máli? Og hvaða sjónarmið skal taka með í stefnuna? Þurfum við yfir höfuð á slíkri stefnu að halda? Af hverju? Eigum við að taka tillit til allra sjónarmiða, reyna að gera alla sátta, við smíðina? Eða eigum við að sjá stærri heildarmynd og nota til dæmis Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þegar línur er lagðar fyrir matvælastefnu?
 
Komdu á Matvæladag MNÍ 25. október nk. og kynntu þér ólík sjónarmið um matvælastefnu en einnig hvernig aðrar þjóðir hafa sett sína matvælastefnu fram.
 
Taktu daginn frá. Nánari dagskrá síðar.


7.9.2018 GKS┴ DÍFINNI
okt.
25
12:00
nˇv.
08
08:00
Food Factor Conference, which will be held in Torremolinos-Malaga (Spain) from 8 to 9 November 2018
okt.
15
08:00
FENS 2019
13th European Nutrition Conference, Federation of European Nutrition Societies (FENS) 2019 in Dublin, Ireland. The conference will take place from 15 ? 18 October 2019 in the Convention Centre Dublin, Ireland in the heart of Dublin ...
MN═ dagurinn 2018
SKR┴NING
Fj÷lmi­lar sÚrfrŠ­ingalisti Rß­gj÷f Maturer mannsins megin Greinasafn
MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.