Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Alþjóðlegur dagur fæðunnar 2010 Sameinuð gegn hungri

Allar greinar eftir höfund


ann 16. október 2010 var alþjóðlegur dagur fæðunnar haldinn í þrítugasta skiptið. Við þetta tækifæri er einnig haldið uppá það að 65 ár eru liðin frá því að Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) var stofnuð.

Þema dagsins þetta árið er „Sameinuð gegn hungri“ og er ætlunin að varpa ljósi á baráttuna við hungursneyð í heiminum. Árið 2009 var tala hungraðra í heiminum komin yfir einn milljarð og átti hækkun matvælaverðs og alþjóðlega fjármálakreppan stóran þátt í þessari þróun.

Bylting í landbúnaði
Matvælaframleiðsla þarf að aukast um 70% fyrir árið 2050 til að hægt verði að fæða níu milljarða manna í heiminum. Þegar skortur er á landi til ræktunar þurfa bændur að fá eins mikla uppskeru og kostur er af því ræktunarlandi sem þeir hafa. Aukning á uppskeru þýðir yfirleitt að notkun skordýraeiturs, áburðar og vatns verður meiri en það getur leitt til lélegri jarðvegs og skorts á vatni. En þannig þarf það ekki að vera.

Samstarf margra er mikilvægt þegar reyna á að auka matvælaframleiðslu og auka aðgengi allra að þeirri fæðu sem framleidd er. Til að allir fái sinn hlut er nauðsynlegt að leggja kapp á félagslegt réttlæti og öryggisnet fyrir hina fátæku.

Samstarf borgara og  frjálsra félagasamtaka getur gefið skýrari skilaboð um það að þjóðfélög þurfa að huga sérstaklega að því að enginn sé hungraður. FAO hefur fengið íþróttahreyfinguna í lið með sér og nýtir ýmsa viðburði til að varpa ljósi á hungurvandamál heimsins.

Hver á að framleiða allan þann mat sem vantar?

Smábændur geta gegnt lykilhlutverki í að auka matvælaframleiðslu heimsins.
En til þess þarf að aðstoða þá til sjálfbærrar framleiðslu, með nálgun sem bætir við það sem náttúran gerir sjálf. Sjálfbærni er skynsamlegasta leiðin til að auka uppskeru til framtíðar. Jarðyrkja er í flestum tilvikum ekki nýtt tilfullnustu og mætti því bæta hana til að auka við matvælaframleiðslu. Hins vegar er ljóst að ekki er hægt að fæða níu milljarða manna án þess að steinefna áburður sé notaður við ræktun. Það þarf hins vegar að að nota áburðinn á skynsaman hátt til að minnka framleiðslukostnað og möguleg umhverfisáhrif.

Hlutverk stjórnvalda
Stjórnvöld heimsins þurfa að hvetja matvælaframleiðendur til umverfisvænni og sjálfbærari ræktunaraðferða svo að ofrækt sé ekki stunduð og jarðeyðing eigi sér ekki stað. Stjórnvöld geta til dæmis samþykkt lög um umráðarétt jarða, þannig að bændur geti ræktað lönd sín með langtíma markmið og náttúruvernd að leiðarljósi. Á alþjóðlega matvæladeginum árið 2010, er nauðsynleg að líta til framtíðar nú þegar aldrei hafa fleiri verið hungraðir í heiminum. Með viljastyrkinn, hugrekki og þrautseigju að vopni verðum við öll að hjálpast að. Það er hægt að framleiða meiri mat, á sjálfbærari hátt og að tryggja að maturinn komist til þeirra sem mest þurfa á honum að halda.

SEI, SEJ, AVÞ


14.11.2011 SMS




MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.