Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Matvæladagur MNÍ 2013

Frá: 16 október 2013 12:00
 Til: 16 október 2013 17:00


Matvæladagur MNÍ 2013 verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 16. október. Dagurinn verður að þessu sinni helgaður umfjöllun um ráðleggingar um mataræði og næringarefni og hvernig þær nýtast í daglegu lífi. Titill ráðstefnunnar verður: Ráðleggingar um mataræði og næringarefni – nýjar áherslur

Meginmarkmiðið með ráðstefnunni er að skýra hvað býr að baki ráðleggingum um mataræði og næringarefni, hvernig þær verða til og hvernig þær nýtast í forvörnum og við vöruþróun í matvælaiðnaði. Norræna skráargatið og notkunarmöguleikar þess verða kynntir en til stendur að taka það upp hér á landi.

Á þessu ári verða teknar upp nýjar norrænar ráðleggingar um næringarefni sem verða kynntar á ráðstefnunni. Endurskoðun hefur staðið yfir í fjögur ár með aðkomu fjölda íslenskra sérfræðinga og fræðimanna, sem flestir eru akademískir starfsmenn Háskóla Íslands og virkir í rannsóknum á sviði næringarfræði. Íslenskar ráðleggingar um mataræði og næringarefni byggja að stórum hluta á þeim norrænu og verða þær endurskoðaðar í kjölfarið.

Matvæladagurinn er haldinn á alþjóðlegum fæðudegi FAO sem  er haldinn 16. október ár hvert. Í tilefni af Matvæladeginum gefur Matvæla- og nærignarfræðafélagið út veglegt fréttabréf Matur er mannsins megin þar sem fjallað er um alþjóðlega fæðudaginn auk ýmissa áhugaverðra málefna á sviði matvælaiðnaðar og manneldis.

Á Matvæladegi verður Fjöregg MNÍ afhent en það er veitt fyrir lofsvert framtak á sviði matvælaframleiðslu og manneldis. Fjöreggið er veglegur verðlaunagripur, hannaður og smíðaður af Gleri í Bergvík og hefur frá upphafi verið gefinn af Samtökum iðnaðarins. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI afhendir Fjöreggið.


Dagskrá matvæladags MNÍ 2013

Skráning á matvæladag MNÍ 2013



MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.