Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Senda á fésbók

22. september 2004
22 september 2004 12:00

 Stjórnarfundur haldinn á Kaffi Amokka 22. september 2004 kl. 12:00.
Mættir: Grímur Ólafsson, Guðmundur Örn Arnarson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Héðinn Friðjónsson og Sigríður Klara Árnadóttir.



1. Uppskeruhátið
Stjórnin þarf að sjá um að skipuleggja uppskeruhátíðina. Við höfum salinn áfram eftir matvæladaginn. Aðkeypt skemmtiatriði? – hvað kostar? Grímur tók að sér að athuga með matseðilinn og hann og Heiða með skemmtiatriðin.

2. Fjöreggið
Það olli smá áhyggjum að nefndin er ekki komin í gang ennþá. Ekki alltaf ánægja með valið né tilnefningar. Nokkar hugmyndir að tilnefningum voru ræddar, sem og hvort ástæða væri til að breyta þessu fyrirkomulagi, til dæmis að búa til sérstaka valnefnd sem sæi alfarið um að velja hver fær verðlaunin.
Ákveðið var að hafa fjöreggsmál eins og venjulega (verðlaunanefnd safnar tilnefningum og fær fólk í dómnefnd), og Guðmundur bauðst til að aðstoða verðlaunanefndina.

3. Blaðið.
Blaðaútgáfan er í góðum farvegi. Þar er mikið af efni sem tengist fiskmeti, en það helgast svolítið af fyrirlestrum á matvæladeginum, sem bera að miklu leyti sama keim. Í blaðinu verður útskýring á hver er munurinn í matvæla- næringarfræðingum og næringarráðgjöfum. Samþykkt var á fundinum að fá grafíker til að hanna útlitið á þessu, kostnaður er um það bil 10 þúsund krónur.

4. Annað efni
Frést hefur frá fræðslunefndinni að hún er komin með margar áhugaverðar hugmyndir og verður ýmislegt spennandi á dagskránni í vetur.
Einnig var rætt um að kominn væri tími til að lækka félagsgjöld. Félagið hefur ekki þann tilgang að safna peningum og það á nokkuð góðan sjóð sem getur dekkað hugsanlegan halla á atburðum eins og matvæladeginum og vel rúmlega það. Verður þetta rætt betur í vetur og lagt fyrir næsta aðalfund.

Fleira gerðist ekki, næsti fundur þriðjudaginn 5. október.






MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.