Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Senda á fésbók

5. júlí 2005
05 júlí 2005 12:00

 

Fundargerð MNÍ

Dags: 05. júlí 2005 kl.12:00

Amokka /Borgartúni

Mættir: Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir, Grímur Ólafsson, Ragnheiður Héðinsdóttir, Sigríður Klara Árnadóttir og Ólöf Guðný Geirsdóttir (fundaritari).

Efni:

  1. Heimasíðan
  • Búið er að gera þarfagreiningu og er núna beðið eftir lokatilboði í verkið frá D10 og á það að berast í þessari viku.
  1. Markaðsmál

· Ákv. að fá fund með matvælaskor í byrjun hausts nk. og fá að heyra þeirra sýn á stöðu matvæla- og næringarfræði.

  • Ákv. að SKÁ muni ath. hvað margir matvæla- og næringarfræðingar hafa útskrifast á undanförnum árum og hve margir þeirra eru í félaginu.
  • Ákv. að MNÍ skuli standa að greinaskrifum í dagblöð þar sem markmiðið væri að kynna matvæla- og næringarfræði á skemmtilegan hát td. með þemanu “Hvernig verður matur til” einnig væri ath. að fá fastan dálk með þessu efni í dagblöðin.
    • RH ætlar að gera lista yfir líklega “penna” innan MNÍ
  • Rætt var hvernig væri hægt að fá fyrirtæki sem hafa fengið Fjöreggið til að hampa því.
    • MNÍ þarf að kynna tilgang og merkingu Fjöreggsins fyrir almenningi td. með greinaskrifum. Þekking og virðing almennings á Fjöregginu er mikilvæg fyrir þau fyrirtæki sem fá Fjöreggið.
    • Ákv. að senda bréf til fjöreggsnefndar og þau beðin um að ath. kynningarmál á Fjöregginu.
  • Stefnt er á það að saumaklúbbur 1. útskriftar árgangs Matvælafræðinga verði í Gestgjafanum, þar sem verður “Afríkuþema” en eitthverjir meðlimir saumaklúbbsins munu vera að fara til Úganda að heimsækja Ágústu sem er þar. Er þetta kjörið tækifæri til að kynna margar og skemmtilegar hliðar á matvælafræðinni.
  • Ákv. að fresta ath. kostnaði á sk. auglýsingarborðum á netinu þangað til að heimasíðan sé fullkláruð.
  • Umræða um hvernig sé hægt að kynna fyrirtækjum störf matvæla- og næringarfræðinga.
  • Upp kom sú spurning hvort félagið gæti ekki beitt sér meira í að hvetja til að haldin yrðu endurmenntunarnámskeið fyrir matvæla- og næringarfræðinga í samvinnu við Endurmenntunarstofnun HÍ. Á árum áður kom félagið alltaf með tillögur að námskeiðum fyrir sína félagsmenn. Það væri mjög jákvætt að koma á svona samstarfi við Endurmenntunarstofnun aftur.
    • Spurning hvort það eigi að vera fræðslunefnd sem á að taka að sér þetta verkefni. Fræðslunefndin hefur staðið fyrir hingað til vera mjög skemmtilegt og alls ekki mega detta út. Annað hvort þarf að setja aðra nefnd í að skipuleggja eða gera tillögur að faglegri námskeiðum eða alla vega að efla fræðslunefndina til muna þannig að hún geti séð um hvort tveggja. Stefnt er á að ræða þetta betur á næsta fundi.
  1. Önnur mál
  • MNÍ greiddi enskan yfirlestur á siðareglum Næringarráðgjafa og –fræðinga sem er á heimasíðu landlæknis.
  • Ákv. að senda félagsmönnum stuttan fréttapistil frá stjórn á tölvupósti. Enda mikilvægt að félagsmennséu vel upplýstir um gang mála innan félagsins.
  1. Næsti fundur

· Næsti fundur verður haldinn hjá Sýni. 24. ágúst n.k. kl. 12:00.

Fundi slitið 13:30

Ólöf Guðný Geirsdóttir






MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.