Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Senda á fésbók

24. ágúst 2005
24 ágúst 2005 12:00

 

Fundargerð MNÍ

Dags: 24. ágúst 2005 kl.12:00

Sýni/Lynghálsi

Mættir: Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir, Grímur Ólafsson, Ragnheiður Héðinsdóttir, Sigríður Klara Árnadóttir og Ólöf Guðný Geirsdóttir (fundaritari).

Efni:

  1. Markaðsmál

· Ákv. að fá fund með matvælaskor í byrjun hausts nk. og fá að heyra þeirra sýn á stöðu matvæla- og næringarfræði og ræða við fulltrúa skorar um stöðu námsins og á hvaða formi MNÍ og matvæla- og næringarfræðiskor geti stutt hvort annað í markaðssetningu.

  • Ákv. var á síðasta fundi stjórnar að SKÁ muni ath. hvað margir matvæla- og næringarfræðingar hafi útskrifast á undanförnum árum og hve margir þeirra eru í félaginu, þessum lið var frestað .
  • Ákv. að markaðsnefnd muni halda áfram að skoða þær hugmyndir sem komið hafa upp um markaðsetningu á matvælafræðinni.
  • Fyrirséð er að það verði erfitt að fá fyrirtæki til að auglýsa/fjárfesta í kynningu á fjöregginu og var ákv. að biðja fjöreggsnefnd að skrifa grein um fjöreggið.
  • Í 1. titilblaði Gestgjafans 2006 verður heimsókn til saumaklúbbs 1. útskriftar árgangs Matvælafræðinga.
  • Umræða um samstarf við EHÍ var frestað
  • Samþykkt að formaður sendi stutt fréttabréf til allra félagsmanna MNÍ á formi tölvupósts
  1. MNÍ- blaðið
  • Farið var yfir kynningarefni sem Ólafur Reykdal sendi stjórn.
  • Ljóst var að það vantar ljósmyndir af viðburðum í sögu MNÍ til að setja í blaðið og til að eiga.

o Ákv. að hafa samband við nokkra MNÍ félaga sem hafa starfað með félaginu lengi og ath. hvort þeir lægju nokkuð á gömlum myndum sem tengjast MNÍ

o GÓ var skipaður “hirðljósmyndari” félagsins og mun hann sjá um að einhver frá MNÍ muni vera með myndavél félagsins á uppákomum MNÍ (úvist-, MNÍ-, fræðslu, árshátíð, skóræktardag) og verður myndavél félagsins geymd hjá honum.

  1. Matvæladagurinn
  • RH lagði fram kostnaðaráætlun fyrir Matvæladaginn þar sem kostnaður er áætlaður um 1.260.000 kr búið er að fá 300.000 kr. styrki og eru tekjur áætlaðar um 400.000 kr.
  1. Önnur mál
  • Meðlimir stjórnar “uupgötvuðu” skort á skemmtinefnd fyrir árshátíðina og var ákv. að finna fólk í þá nefnd.
  1. Næsti fundur

· Næsti fundur verður haldinn á Ust. 05. september n.k. kl. 12:00.

Ólöf Guðný Geirsdóttir






MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.