Fundargerð MNÍ
Dags: 04. október 2005 kl.12:00
Ust
Mættir: Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir, Ragnheiður Héðinsdóttir, Sesselja María Sveinsdóttir og Ólöf Guðný Geirsdóttir (fundaritari).
Grímur Ólafsson (boðaði forföll)
Efni:
- Heimasíða
- SMS skýrði frá því að enn væri verið að vinna í heimasíðu MNÍ en sú vinna sé langt komin.
- Heimasíðan verður opin í nokkra daga fyrir Matvæladaginn til að tryggja að hún verði í lagi.
- Afgreiðsla starfsleyfis næringarfræðings
- Fyrir stjórn lá umsókn um starfsleyfi næringarfræðings (Yanina Ray) sem löggildingarnefnd hafnaði á þeirri forsendu að Yanina Ray fullnægði ekki skilyrðum um menntun næringarfræðings. Stjórn samþykkti úrskurð löggildingarnefndar eftir að hafa skoðað málið.
- Matvæladagurinn
- Rædd voru skilyrði fyrir útnefningu til Fjöreggsins og er eina skilyrðið að vara sé lögleg á markaði og fullnægja allar tilnefningarnar þeim skilyrðum.
- Undirbúningsnefnd óskar eftir því að einhver/einhverjir muni sinna fyrirlesurum á laugardeginum 15/10. Mun það vera ath. inn á vinnustöðum a-hvort einhver/einhverjir séu til að fara “golden circle” með fyrirlesarana á laugardeginum.
- Ákv. að nefndarmönnum sem hafa unnið að Matvæladeginum auk Heimasíðunefndar verði boðið á árshátíðina í þakklætisskyni fyrir óeigingjarna vinnu.
- Önnur mál
- Ölgerð Egils Skallagrímssonar býður væntanlega til kokteils og er stefnt á að borða á veitingarstaðnum Kaffi Reykjavík (Blái salurinn).
- Næsti fundur
· Næsti fundur verður haldinn á Sýni 18. okóber n.k. kl. 12:00.
Fundi slitið 13:20
Ólöf Guðný Geirsdóttir