Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Senda á fésbók

18. október 2005
18 október 2005 12:00

 

Fundargerð MNÍ

Dags: 18. október 2005.

Rannsóknarþjónustan Sýni ehf. Lynghálsi 3.

Mættir: Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir, Grímur Ólafsson, Ragnheiður Héðinsdóttir og Sigríður Klara Árnadóttir

Efni:

  1. Uppgjör Matvæladags.
  • Farið var í grófum dráttum yfir fjármál Matvæladagsins. Ragnheiður kom með bráðabirgðauppgjör fyrir daginn. Dagurinn virðist standa vel undir sér þannig að ekki þarf félagið að hafa fjárhagsáhyggjur hans vegna. GÓ sér um greiðslur til fyrirlesara sem verða 15.000,- kr á fyrirlesara eins og verið hefur. GÓ sér einnig um að borga útlagðan kostnað erlendu fyrirlesaranna. GÓ ætlar jafnframt að skoða hvort bankinn hefur séð um að senda út gíróseðla eða reikninga til þátttakenda Matvæladags.
  • Efnistök dagsins voru einnig rædd lítillega og voru stjórnarmenn almennt sáttir við daginn.
  • Uppskeruhátíð. Grímur sér um að ljúka við að innheimta greiðslur fyrir matinn á uppskeruhátíð.
  1. Heimasíða MNÍ
  • Heimasíðan var aðeins rædd og talað um að við þyrftum að vera dogleg að fá félagsmenn til að setja efni inn á síðuna. Ákveðið að GEG sendi hvatningarpóst til félagsmanna.
  1. Gæðakerfi fyrir félagið

· Aðeins rætt um að nauðsynlegt sé að búa til e.k. gæðakerfi fyrir félagið. Skrá niður ýmsa ferla s.s. vegan umsókna í félagið og löggildingarmála o.fl. Talað um að stjórn hefði vinnufund í byrjun næsta árs (t.d. hálfur laugardagur).

  1. Löggildingarmál
  • Ákveðið var að skrifa staðlað bréf sem hægt er að senda út ef ástæða þykir til að vekja athygli á að matvælafræði, næingarfræði og næringarráðgjafi eru löggilt starfsheiti. GEG gerir drög að bréfi.
  1. Önnur mál

· Enn verið að reyna að finna fundartíma með skor.

· Ekkert heyrst frá Herdísi varðandi greinar, en talið að málið sé í góðum höndum hjá Herdísi.

  1. Næsti fundur

· Næsti fundur var ákveðinn hjá Sigríði Klöru, Símanum, Ármúla 25, þann 24. nóvember kl. 12:00.

Fundi slitið 13:15

Guðrún E. Gunnarsdóttir






MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.