Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Senda á fésbók

24. nóvember 2005
24 nóvember 2005 11:00

 

Fundargerð MNÍ

Dags: 24. nóvember 2005.

Síminn, Ármúla 23. kl:11:00

Mættir: Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir (GEG), Grímur ÓlafssonGÓ), Ragnheiður Héðinsdóttir (RH), Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ) og Ólöf Guðný Geirsdóttir (ÓGG) (ritari)

Efni:

  1. Fundur með Matvæla- og næringarfræðiskor.
  • GEG og GÓ funduðu með forsvarsmönnum matvæla- og næringarfræðiskorar þar sem markmið fundarins var að skoða flöt á samstarfi skorarinnar og félagsins við að efla námið við HÍ og þar með matvæla- og næringarfræðigreinarinnar almennt. Eftirfarandi atriði voru talin hugsanleg sem innlegg félagsins í kynningarstarf:
    • upplýsingar um nám og störf matvæla- ognæringarfræðinga á heimasíðu félagsins.
    • kynningargreinar í dagblöð, sérstaklega í mars/apríl þegar ungt fólk er að velja sér námsleiðir
      • Ritnefnd MNÍ á 2 greinar sem ekki birtust í Matvæladagsblaði sem hægt væri að nota í dagblaðagreinar þe. ef höfundar samþykkja.
      • félagið ætlar að finna sex áhugaverða félagsmenn sem eru tilbúnir til að kynna sín störf
    • Aðstoð við gerð kynningarbæklings um námið. Skorin fór fram á að félagið styrkti útgáfu slíks kynningarbæklings
      • sjórn ákvað að styrkja gerð kynningarbæklingsins um 150.000 kr.
  1. Aðalfundur Samtaka heilbrigðisstétta
  • GEG mætti fyrir hönd félagsins á fund Samtaka heilbrigðisstétta
  1. Matvæladagurinn 2006

· Undirbúningur fyrir næsta Matvæladag þarf að hefjast og er verið að vinna að því að hægt verði að kjósa um efni Matvæladagsins á heimasíðu félagsins mni.is .

  1. Umsókn um félagsaðild
  • Umsókn Þóru Valsdóttur matvælafræðings um félagsaðild var samþykkt
  1. Umsókn um lögildingu
  • Umsókn um löggildingu næringarfræðing barst félaginu og er hún í farvegi
  1. Úrsögn úr félaginu
  • Elín Hilmarsdóttir sagði sig úr MNÍ
  1. Önnur mál

· ákv. að boða Herdísi og Laufeyju í markaðsnefnd á fund 7/12 nk.

· Stjórn ákv. að skrifa bréf til forsetisráðherra vegna skipunnar nefndar sem á að greina vanda sem tengist óhollu matarræði, offitu, átröskun og hreyfingarleysi og gera tillögur um samræmdar aðgerðir til eflingar lýðheilsu á Íslandi.

o Farið yfir frumdrög og mun stjórn vinna frekar í þessu bréfi

  1. Næsti fundur

· Næsti fundur var ákveðinn hjá GÓ, Ust, þann 07. desember kl. 12:00.

Fundi slitið 12:20

Ólöf G Geirsdóttir






MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.