Fundargerð stjórnar MNÍ
Dags: 24. janúar 2006 kl. 11:30.
Staður: Sýni, Lynghálsi 3
Mættir: Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir (GEG), Grímur Ólafsson (GÓ), Ólöf Guðný Geirsdóttir (ÓGG), Ragnheiður Héðinsdóttir (RH) (ritari)
Efni:
- Efni matvæladags
Félagsmönnum var boðið að velja á milli þriggja umfjöllunarefna:
· Öflugur matvælaiðnaður í stöðugri framþróum
· Fæðubótarefni - markfæði – heilsuvörur
· Matur og menning
Félagsmenn hafa brugðist vel við og margir svarað. Góðar ábendingar hafa borist sem gætu orðið gott veganesti fyrir framkvæmdanefnd. Frestur til að velja er til loka miðvikudags en fyrstu tvö efnin virðast hafa mjög svipað fylgi. Innan stjórnarinnar er mikill stuðningur við matvælavinnslu. Ef það efni verður valið vill stjórnin leggja áherslu á að næringargildi unninna vara fái rými í dagskránni. Ákveðið var að hvaða efni sem valið verður þurfi stjórnin að afmarka efnið vel og leggja framkvæmdanefnd skýrar línur sem hún fái síðan frjálsar hendur um að framkvæma.
- Fólk í nefndir
Ekki hafa borist mörg framboð í nefndir nema hvað Ólafur Reykdal hefur boðist til að stýra ritnefndinni eitt árið enn, stjórninni til mikil léttis. Stjórnin setti saman eftirfarandi óskalista fyrir nefndirnar og skipti á sig að hafa samband þegar efni liggur fyrir.
Framkvæmdanefnd:
· Ragnheiður Héðinsdóttir
· Rúnar Ingibjartsson - RH
· Ólafur Sæmundsson - ÓGG
· Guðrún Sigurgeirsdóttir - ÓGG
· Helga Sigurðardóttir - RH
· Arnheiður Eyþórsdóttir - RH
Verðlaunanefnd:
· Svava Engilbertsdóttir - ÓGG
· Ásta Guðmundsdóttir – GEG
· Guðrún Ólafsdóttir - RH
· Brynhildur Briem/Jóhanna – GÓ
Ritnefnd: - GEG
· Ólafur Reykdal
· Harpa Hlynsdóttir
· Ágúst Ó Sigurðsson
· Melkorka
· Magnús Guðmundsson
· Björn Gunnarsson
- Skiladagur nefnda
Ákveðið að hafa skiladaginn 14. febrúar kl. 17-19 Í kornhlöðunni. Panta bjór og smárétti fyrir 25 manns (hámark). GEG pantar.
- Eiga upplýsingar um þjónustuaðila í matvælaiðnaði heima á vef MNÍ? Ákveðið að GEG sendi félagsmönnum póst og byði þeim að skrá upplýsingar um þjónustu sína á vef félagsins. Einnig ákveðið að skrá vinnustaði félagsmanna í félagatalið og gera tengingu á vefi þeirra þannig að áhugasamir geti lesið sér til um störf matvælafræðinga.
- Önnur mál
(i) Formaður skrifar landlækni bréf vegna Birnu Ásbjörnsdóttur sem auglýsir sig sem næringarráðgjafa.
(ii) GEG og Inga Þórs fóru í heilbrigðisráðuneytið og hittu Sólveigu Guðmundsdóttur vegna breytinga á reglugerðum um löggildingu starfsheitanna næringarfræðingur og næringarráðgjafi.
(iii) ÓGG pantar stóra salinn á Grand hótel fyrir næsta Matvæladag, annað hvort 13. eða 20. október.
- Næsti fundur var ekki ákveðinn
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 12:50. Ragnheiður Héðinsdóttir