Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Senda á fésbók

14. febrúar 2006
14 febrúar 2006 16:00

 

Fundargerð stjórnar MNÍ

Dags: 14. febrúar 2006, kl. 16:00.

Staður: Litla Brekka

Mættir: Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir (GEG), Grímur Ólafsson (GÓ), Ragnheiður Héðinsdóttir (RH) (ritari), Sigríður Klara Árnadóttir.

Forföll: Ólöf Guðný Geirsdóttir (ÓGG)

Efni:

  1. Efni matvæladags

Jónína hefur tekið vel í að undirbúa afmæli MNÍ og hefur sent stjórninni tillögur að efni. Hana vantar fólk með sér í undirbúningshóp. Ákveðið að Jónína fái frjálsar hendur með að framkvæma tillögurnar sínar, fund með kaffiveitingum. Haft samband við Borghildi Sigurbergsdóttur um að setjast í undirbúningshópinn með jónínu. Hún féllst á það með ánægju.

  1. Gæðahandbók félagsins

Sigríður lagði fram drög að gæðahandbók félagsins (afrakstur vinnufundarins 14. jan). Stjórnarmenn skoða drögin fram að næsta fundi og síðan þarf að finna tíma til að halda þeirri vinnu áfram.

  1. Vefur MNÍ og samnýting með SHMN.

Nokkrar tillögur liggja fyrir og þarf að finna lausn sem bæði félög eru ánægð með. Ákveðið að boða Sigurð Einarsson, Guðmund Örn og Sesselju á næsta stjórnarfund til að fara yfir málið.

  1. Önnur mál

(i) Efni Matvæladags verður: Öflugur matvælaiðnaður í stöðugri framþróun. Nefndir eru skipaðar eftirfarandi fólki:

Framkvæmdanefnd:

· Ragnheiður Héðinsdóttir

· Rúnar Ingibjartsson

· Guðrún Ólafsdóttir

· Helga Sigurðardóttir

· Anna Sigríður Ólafsdóttir

· Jóhanna Eyrún Torfadóttir

Verðlaunanefnd:

· Ásta Guðmundsdóttir

· Harpa Hlynsdóttir

· Guðrún Sigurgeirsdóttir

Ritnefnd:

· Ólafur Reykdal

· Guðmundur Guðmundsson

· Guðlaug Gísladóttir

(ii) Laufey Gunnarsdóttir, nemandi við California State University, samþykkt sem aukafélagi í MNÍ.

(iii) Jón Þór Þorgeirsson, sagði sig úr félaginu. Úrsögn samþykkt.

(iv) Aðeins var rætt um starfsemi fræðslunefndar. Starf nefndarinnar hefur verið fremur dauflegt og stjórnin hefur áhuga á að reyna að efla það. Formaður ætlar að hvetja nefndarmenn til að koma á einni vísindaferð í fyrirtæki fyrir vorið.

(v) Erindi barst frá Matvælafræðiskor með beiðni um fjarstuðning við útgáfu kynningarbæklings. Ítrekuð samþykkt stjórnarinnar um að greiða allt að helming útgáfukostnaðar að hámarki 150.000,- krónur.

(vi) Ákveðið að halda aðalfund félagsins í byrjun maí. Nákvæm tímasetning verður ákveðin síðar.

(vii) Ólöfu falið að skoða frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu sem félagið fékk til umsagnar.

Næsti fundur verður miðvikudaginn 15. mars kl. 12:00 hjá Sýni, Lynghálsi 3.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 17:00. Ragnheiður Héðinsdóttir






MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.