Fundargerð MNÍ
Dags: 23. mars 2006, kl. 12:00.
Staður: Sýni, Lynghálsi 3
Mættir: Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir (GEG), Ragnheiður Héðinsdóttir (RH) (ritari), Sesselja María Sveinsdóttir (varamaður).
Forföll: Ólöf Guðný Geirsdóttir (ÓGG), Grímur Ólafsson (GÓ), Sigríður Klara Árnadóttir.
Efni:
- Vefur MNÍ og samnýting með SHMN.
Sigurður Einarsson, Guðmundur Örn og Sesselja komu á fundinn. Fyrirliggjandi tillögur ræddar og ákveðið að velja leið sem D10 stingur upp á, sem sé: „Gerður sér vefur fyrir SHMN sem þó byggir á grind MNÍ, lítur eins út en með
öðrum áherslum í hönnun, aðrir litir og hugsanlega aðrar hausmyndir. Þarna
sparast megnið af stofnkostnaði nýs vefs. Að auki mundi svona uppsetning
binda saman vefina tvo, en útlitsaðgreiningin væri samt næg til þess að
lesendur ættu að átta sig auðveldlega á því hvenær þeir væru á vef MNÍ og
hvenær á vef SHMN, þrátt fyrir að þeir væru jafnvel að flakka á milli.
SHMN vefurinn mundi keyra á sér D10 bakenda, þannig að SHMN fólk gæti búið
til og bætt við flokkum og efni alveg eftir þörfum, t.d. haft nokkra fréttaflokka.“ Allir voru sammála um að SHMN yrði að hafa sína eigin slóð, www.shmn.is. Sigurður og Guðmundur hefja viðræður við D10 um framkvæmdina. Hvort félag borgar fyrir sitt lén en sameiginlegur kostnaður (ef einhver) skiptist jafnt á félögin. Ef einhver frávik koma upp hefur Guðmundur samband við stjórnina.
- Matvæladagur
Framkvæmdanefnd Matvæladags er búin að halda tvo fundi og komnar fram margar góðar hugmyndir að umfjöllunarefnum. Á næsta fundi nefndarinnar verða sett saman drög að dagskrá.
- Greinar í Fréttablaðið
Gunna Beta ætlar að hafa samband við Fréttablaðið og reyna að koma okkur upp nýjum tengilið á blaðinu. Greinasöfnun hefur gengið vel en upphaflegi listinn er að verða tæmdur og þarf að fara að bæta nýju fólki á hann. Ákveðið að reyna að halda greinaskrifunum úti í sumar líka.
4. Önnur mál (i)
Það þarf aðtaka aftur upp umræður um félagatalið og hvernig á að birta það á netinu. Á aðalfundinum þarf að kynna verklagsreglu um heimild til útsendinga á félagalistann.
5. Önnur mál (ii)
Fundargerðir stjórnar hafa ekki skilað sér alveg nógu reglulega inn á vefinn. Sesselja þarf að fá allar endanlegar fundargerðir sem vantar (Ólöf) og í framtíðinni er best að ritarinn setji fundargerð sjálfur inn á vefinn um leið og hún hefur verið samþykkt.
6. Önnur mál (iii)
Sesselja leggur til að strax verði búið til svæði fyrir Matvæladag 2006. Staður og tími hefur þegar verið ákveðinn og svo er hægt að bæta inn upplýsingum um leið og þær verða til. Sesselja hefur samband við Fjöreggsnefnd og fær frá þeim kynningu á Fjöregginu til að setja inn á vefinn og óska eftir tilnefningum.
7. Önnur mál (iv)
Ákveðið að setja inn á vefinn skemmtiefni sem tengist félaginu s.s. MNÍ saumaklúbbinn úr Gestgjafanum og frásögn af Afríkuferð matvælafræðinga. Setja líka auglýsingar eftir matvæla- og næringarfræðingum á vefinn.
Næsti fundur verður boðaður sérstaklega. Þarf að vera lengri en klukkutími. Stjórnin þarf að fara að undirbúa aðalfund.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 13:15. Ragnheiður Héðinsdóttir