Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Senda á fésbók

30. maí 2006
30 maí 2006 12:00

Dags: 30.05.06.
Staður: SI, Borgartúni
Mættir: Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir (GEG), Ragnheiður Héðinsdóttir (RH) Ingólfur Gissurarson (IG), Ólöf Guðný Geirsdóttir (ÓGG) (ritari), Sesselja María Sveinsdóttir (SMS) og Guðmundur Guðmundsson (GG)
Forföll: Grímur Ólafsson (GÓ).

Efni:
 

1. Verkaskipting stjórnar

    1. RH – varaformaður
    2. GÓ – gjaldkeri
    3. ÓGG – ritari
    4. IG – meðstjórnandi
    5. SMS og GG - varamenn


2. Matvæladagur

a. Framkvæmdanefnd

i. Matvæladagurinn verður 20/10/06 á Loftleiðum

ii. Aðalfyrirlesari er fundinn (Tim Lang)

b. Fjöreggsnefnd

i. Vinna með markaðsfyrirtækinu Athygli

1. Eftir tilnefningu til Fjöreggs verða fundnar 3-5 bestu tilnefningarnar sk. úrvals tilnefningar til fjöreggs sem verða síðan kynntar í fjölmiðlum.

c. Stefnt á að formaður hitti ritnefnd og framkvæmdarnefnd í næstu viku til að stilla saman strengi fyrir Matvæladaginn


3. Markaðsnefnd

a. Þar sem það gleymdist á aðalfundi MNÍ að ræða hlutverk markaðsnefndar og kjósa fulltrúa þessarar nefndar er ákv. að ræða við Herdísi og Laufeyju sem kosnar voru í fyrra í markaðsnefnd og ræða við þær um starfsemi nefndarinnar. Hugmynd að fá einn til viðbótar í nefndina. Nefndin kæmi með hugmyndir að leiðum til að gera félagið sýnilegra út á við. Hugmyndirnar yrðu bornar undir stjórn áður en þær kæmu til framkvæmda.

4. Forgangsmál næstu stjórnar

a. Gera félagið sýnilegra bæði fyrir félagsmenn og aðra

i. Fara yfir félagaskrá og ath. hverjir eru í félaginu af þeim sem eru með menntun í matvæla- og næringarfræðum. GG tók að sér að útvega lista yfir útskrifaða matvæla- og næringarfræðinga frá HÍ.

ii. Fá strax nemendur í matvæla- og næringarfræðiskor HÍ inn í félagið

iii. Auka tengsl félagsmanna við félagið t.d með föstum pistlum formans sem bæði verða settir inn á heimasíðu félagsins og sendir félagsmönnum í tölvupósti.


5. Umsókn í félagið

a. Sigrún Ólafsdóttir BSc matvælafræðingur frá HÍ sækir um félagsaðild sem var samþykkt.


6. Önnur mál

a. Formaður MNÍ ætlar að óska eftir fundi með ráðherra til þess að ræða þátttöku TR í kostnaði sjúklinga vegna þjónustu sjálfstætt starfandi næringarráðgjafa og næringarfræðinga. MNÍ mun ræða synjun Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis á niðurgreiðslu koma til næringarráðgjafa/-fræðinga á stofu. (þarf að fá fund með ráðherra og ræða mikilvægi þess að störf næringarfræðinga/-ráðgjafa í heilbrigðisþjónustu séu niðurgreidd.) Er þetta ekki endurtekning??

i. Setja inn á heimasíðu MNÍ beiðni næringarhóps MNÍ og svar ráðuneytis, félagsmönnum til upplýsinga um stöðu mála.

b. Setja inn á heimasíðu MNÍ reglugerð um löggildingu um mavæla-, næringarfræðinga og næringarráðgjafa

c. Á næsta fundi verða rædd helstu stefnumál félagsins og verkefnum forgangsraðað. Einnig þarf að lagfæra félagatal. Næsti fundur verður þann 12/06/06 kl.20

Fundi slitið kl. 13:15

ÓGG






MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.