Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Senda á fésbók

Aðalfundur 16. maí 2006
06 júní 2006 11:00

Fundarstaður: Húsnæði Sjóminjasafnsins, Grandagarði 8
Fundarstjóri: Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ)
Fundarritari: Ólöf Guðný Geirsdóttir (ÓGG)
Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir formaður (GEG)
Ragnheiður Héðinsdóttir (RH)
Grímur Ólafsson (GÓ) gjaldkeri var forfallaður
Fjöldi fundarmanna: 19

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
Formaður MNÍ (GEG) flutti skýrslu stjórnar fyrir sl. starfsár sjá www.mni.is .
i. Forgangsmál stórnar var að endurbæta heimasíðu félagsins sem er núna lifandi og spennandi vefur. Heimasíðan var opnuð á Matvæladginn 14. október sl.
ii. Einnig lagði stjórn mikla áherslu á að gera félagið sýnilegra bæði fyrir félagsmenn og fyrir almenning. Tengsl við matvæla- og næringarfræðiskor við HÍ voru m.a. efld og reglulegir pistlar eftir félagsmenn eru nú birtir í Fréttablaðinu .
iii. Matvæladagurinn var haldinn 14/10/06 og var hann fjölsóttur og vel heppnaður. Næsti matvæladagur verður um “Öflugan matvælaiðnað”.
iv. Vinnufundur var haldinn af stjórn þar sem byrjað á vinnu við handbók félagsins.
v. Félagið varð 25 ára á starfsárinu og var haldinn skemmti- og fræðslufundur þann 24/03/06 í tilefni afmælisins.

2. Reikningar félagsins.
Pétur Helgason skoðunarmaður reikninga yfir reikninga félagsins þar sem GÓ var forfallaður. Reikningar félagsins voru samþykktir.

3. Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta starfsárs og ákvörðun félagsgjalda.

GEG fór yfir starfsáætlun næstkomandi starfsárs stjórnar:
i. Handbók – um starfsemi félagsins á netið
ii. Frekari markaðssetning á félaginu m.a. í gegnum Markaðsfyrirtækið Athygli sem mun aðstoða Fjöreggsnefnd að auglýsa Fjöreggið.
iii. Sækja fleiri félagsmenn í félagið – skoða útskrifaða matvæla- og næringarfræðinga og athuga hversu margir eru ekki í félaginu. Guðrún Ólafsdóttir benti á að tengja heimasíðu MNÍ við heimasíðu matvæla- og næringarfræðaskorar HÍ.
iv. Halda áfram á sömu braut með greinar í Fréttablaðið.
v. Efla enn heimasíðuna – t.d. með fleiri föstum pistlum.

Félagsgjöld
i. GEG ræddi félagsgjöld og var ákv. einróma að halda félagsgjöldum óbreyttum og efla markaðsetningu félagsins með þeim fjármunum sem koma inn sem félagsgjöld.

4. Skýrslur nefnda

Fræðslunefnd
Reynir Þrastarson
Björn S. Gunnarsson
Pétur Helgason
Inga Þórsdóttir 

Starfar óbreytt áfram
Umræður um vísindaferðir, hádegiserindi og samstarf við EHÍ var rædd sem fundarmenn studdu.
Stungið var upp á að félagið myndi borga niður rútuferðir þegar farið væri í vísindaferðir útfyrir borgarmörkin sem var samþykkt


 Heimasíðunefnd
Guðmundur Örn Arnarson
Sesselja María Sveinsdóttir
Héðinn Friðjónsson hættir en Jónína Stefánsdóttir tekur við

Hvatti félagsmenn til að vera virkari í að láta þau vita af áhugaverðum atburðum sem gæti farið inn á atburðadagatalið

Skógræktarnefnd - umsjón Heiðmerkurreits
Borghildur Sigurbergsdóttir hættir en Ásta Guðmundsdóttir tekur við
Pétur Helgason
Jónína Stefánsdóttir
Grímur Ólafsson kemur einnig í nefndina

Pétur sýndi myndir frá skógræktareit félagsins
Stefnt á að koma upp grilli í skógræktarreitnum í sumar.

Námsmatsnefnd
Ingibjörg Gunnarsdóttir
Borghildur Sigurbergsdóttir
Bertha María Ársælsdóttir

Starfar óbreytt áfram

Orðanefnd
Jónína Stefánsdóttir
Ólafur Reykdal
Björn S. Gunnarsson

Lögð niður í núverandi mynd, hugmynd að koma upp orðabanka á heimasíðu ef félagsmenn telja þörf á slíku.

Íþróttanefnd
Pétur Helgason
Grímur E. Ólafsson

Verður sameinuð skógræktarnefnd

Siðanefnd
Borghildur Sigurbergsdóttir
Svava Engilbertsdóttir
Anna Edda Ásgeirsdóttir
Bryndís Eva Birgisdóttir

Starfar óbreytt áfram
Siðarreglur næringarfræðinga og næringarráðgjafa eru komnar á heimasíðu Landlæknis.
i. Ákv. að setja þær einnig inn á heimasíðu MNÍ

Trygginganefnd
Fríða Rún Þórðardóttir
Hildur Ósk Hafsteinsdóttir
Steinar B. Aðalbjörnsson

Starfar óbreytt áfram
Markmið að ná samningum við TR

5. Skýrslur fulltrúa MNÍ í öðrum félögum.
Fulltrúi MNÍ í EFAD The European Federation of the Associations of Dietitians
Heiða Björg Hilmisdóttir var ekki á fundinum en mun vera áfram fulltrúi MNÍ

Fulltrúi MNÍ í ICDA The International Confederation of Dietetic Associations
Anna Edda Ásgeirsdóttir var ekki á fundinum en mun vera áfram fulltrúi MNÍ

Fulltrúi MNÍ í Nordisk Dietist Förening
Kolbrún Einarsdóttir var erlendis en mun vera áfram fulltrúi MNÍ

Fulltrúar MNÍ í Samtökum heilbrigðisstétta
Valgerður Hildibrandsdóttir
Guðrún Jóna Bragadóttir
Hólmfríður Þorgeirsdóttir

Haldinn var einn fundur sem GEG mætti á.
Starfar óbreytt áfram.

6. Atkvæðatalning kjörs til stjórnar félagsins.
Sigríður Klara gengur úr stjórn og Ingólfur Gissurarson kosinn í stjórn
Sesselja María Sveinsdóttir og Guðmundur Guðmundsson kosin varamenn

7. Kjör endurskoðenda.
Pétur Helgason og Ingibjörg Gunnarsdóttir kosnir skoðunarmenn reikninga.

8. Aðrar kosningar, svo sem kjör fulltrúa í önnur samtök.
Sjá lið 4 og 5 í fundargerð.

9. Lagabreytingar.
Stjórnin gerir tillögu um eftirfarandi lagabreytingu:

12. grein hljóði svo (breyting er skáletruð): Í stjórn félagsins sitja 5 menn: formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og einn meðstjórnandi. Varamenn eru tveir. Geti félagsmaður ekki orðið við kjöri til stjórnar (sbr. 5. gr.) ber að tilkynna stjórn það fyrir kosningu. Kosning skal vera skrifleg. Kjörtímabil er tvö ár. Annað hvert ár er kosinn formaður og tveir stjórnarmenn og hitt árið tveir stjórnarmenn. Varamenn eru kosnir til árs í senn. til Enginn getur setið í stjórn meira en tvö kjörtímabil í röð. Formann skal kjósa sérstaklega. Stjórn félagsins skipi ávallt bæði matvælafræðingar og næringarfræðingar/-ráðgjafar.

Lagabreytingin var samþykkt

10. Önnur mál.
Eftir aðalfundarstörfin var félagið Matur, saga, menning kynnt og síðan fengu félagsmenn MNÍ að skoða húsnæði félagsins og þiggja veitingar.

ÓGG 16/05/06






MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.