Fundargerð stjórnarfundar MNÍ 31. okt. 2006.
Fundarstaður: Samtök iðnaðarins.
Mættir: Grímur, Ragnheiður og Guðrún E.
Eftirfarandi var til umræðu:
Uppgjör Matvæladags 2006.
- Kostnaður. Endanlegt kostnaðaruppgjör fyrir Matvæladaginn var ekki komið. Við grófa áætlun virtist þó dagurinn geta komið út á sléttu.
- Dagskrá og framkvæmd dagsins. Almenn ánægja var með framkvæmd dagsins og fyrirlestra sem þóttu mjög góðir.
- Staður og tímasetning. Aðstaða á Loftleiðum þótti ágæt, þó veitingar væru ekki eins glæsilegar og á Grand hotel. Komið hafði upp í umræðunni hjá ráðgjafa frá Athygli að erfiðara væri að vekja athygli fjölmiðla á atburðum sem fara fram á föstudögum. Því væri annar vikudagur heppilegri fyrir ráðstefnuna. Þetta var rætt á fundinum og niðurstaðan var að halda sig við föstudag, a.m.k. að sjá til þess að hægt sé að halda ráðstefnuna á föstudegi með því að panta fundarsal fyrir árið 2007. Grímur tók málið að sér.
- Fjöregg. Ágætlega þótti til takast um framkvæmd – ábendingar og tilnefningar til Fjöreggs. Þó voru fundarmenn sammála um að næsta ár kæmu allar ábendingar fram á heimasíðu MNÍ þó svo að aðeins fimm tilnefningar yrðu kynntar sérstaklega eins og nú var gert.
- Matur er mannsins megin. Almenn ánægja var um efni og útlit blaðsins. Þótti blaðið jafnvel enn betra en í fyrra.
- Markaðsmál. Kynning á Matvæladegi þótti ekki takast betur þetta árið en mörg undangengin ár. Kynning á Fjöregginu var meira áberandin en árin á undan en kynning á ráðstefnunni komst lítið í fjölmiðla – aðeins eitt morgunviðtal við formann á Rás 1. E.t.v. væri rétt að næsta ár yrði skipuð þriggja manna nefnd sem hefði það hlutverk eitt að koma deginum og umfjöllun um hann í fjölmiðla.
Matvæladagur 2007.
Nú er ekki eftir neinu að bíða – leita þarf eftir hugmyndum að efni fyrir næsta Matvæladag. Ákveðið var að setja hugmyndabankann aftur á heimasíðuna og biðja félagsmenn um hugmyndir.
Fræðslunefnd:
Hafa samband við fræðslunefnd og biðja þau um að hafa einhvers konar jólafund. (GEG)
Markaðsnefnd.
Minna þarf markaðsnefnd á að fara að hittast (GEG)
Nýir félagar samþykktir:
-Íris Tinna Margrétardóttir – aukaaðild
-Margrét Þóra Jónsdóttir – aukaaðild
-Hrund Erla Guðmundsdóttir – aðalfélagi.
Félagatal á heimasíðuna
Ákveðið var að nú færi félagatalið á heimasíðuna. Senda póst á félagsmenn og tilkynna það.
Næsti stjórnarfundur 28. nóvember í hádeginu.
Einnig var ákveðið að hafa langan fund einhvern laugardaginn í janúar og vinna þá áfram að “gæðahandbók” félagsins.
Guðrún E. Gunnarsdóttir
Fundarritari.