Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Senda á fésbók

Stjórnarfundur - 31. október 2006
31 október 2006 12:00

Fundargerð stjórnarfundar MNÍ 31. okt. 2006.
Fundarstaður: Samtök iðnaðarins.
Mættir: Grímur, Ragnheiður og Guðrún E.
Eftirfarandi var til umræðu:

Uppgjör Matvæladags 2006.
 

  1. Kostnaður. Endanlegt kostnaðaruppgjör fyrir Matvæladaginn var ekki komið. Við grófa áætlun virtist þó dagurinn geta komið út á sléttu.

 

  1. Dagskrá og framkvæmd dagsins. Almenn ánægja var með framkvæmd dagsins og fyrirlestra sem þóttu mjög góðir.

 

  1. Staður og tímasetning. Aðstaða á Loftleiðum þótti ágæt, þó veitingar væru ekki eins glæsilegar og á Grand hotel. Komið hafði upp í umræðunni hjá ráðgjafa frá Athygli að erfiðara væri að vekja athygli fjölmiðla á atburðum sem fara fram á föstudögum. Því væri annar vikudagur heppilegri fyrir ráðstefnuna. Þetta var rætt á fundinum og niðurstaðan var að halda sig við föstudag, a.m.k. að sjá til þess að hægt sé að halda ráðstefnuna á föstudegi með því að panta fundarsal fyrir árið 2007. Grímur tók málið að sér.

 

  1. Fjöregg. Ágætlega þótti til takast um framkvæmd – ábendingar og tilnefningar til Fjöreggs. Þó voru fundarmenn sammála um að næsta ár kæmu allar ábendingar fram á heimasíðu MNÍ þó svo að aðeins fimm tilnefningar yrðu kynntar sérstaklega eins og nú var gert.

 

  1. Matur er mannsins megin. Almenn ánægja var um efni og útlit blaðsins. Þótti blaðið jafnvel enn betra en í fyrra.

 

  1. Markaðsmál. Kynning á Matvæladegi þótti ekki takast betur þetta árið en mörg undangengin ár. Kynning á Fjöregginu var meira áberandin en árin á undan en kynning á ráðstefnunni komst lítið í fjölmiðla – aðeins eitt morgunviðtal við formann á Rás 1. E.t.v. væri rétt að næsta ár yrði skipuð þriggja manna nefnd sem hefði það hlutverk eitt að koma deginum og umfjöllun um hann í fjölmiðla.

 

Matvæladagur 2007.
Nú er ekki eftir neinu að bíða – leita þarf eftir hugmyndum að efni fyrir næsta Matvæladag. Ákveðið var að setja hugmyndabankann aftur á heimasíðuna og biðja félagsmenn um hugmyndir.
 
Fræðslunefnd:
Hafa samband við fræðslunefnd og biðja þau um að hafa einhvers konar jólafund. (GEG)

Markaðsnefnd.
Minna þarf markaðsnefnd á að fara að hittast (GEG)

Nýir félagar samþykktir:
-Íris Tinna Margrétardóttir – aukaaðild
-Margrét Þóra Jónsdóttir – aukaaðild
-Hrund Erla Guðmundsdóttir – aðalfélagi.

Félagatal á heimasíðuna
Ákveðið var að nú færi félagatalið á heimasíðuna. Senda póst á félagsmenn og tilkynna það.

Næsti stjórnarfundur 28. nóvember í hádeginu.
Einnig var ákveðið að hafa langan fund einhvern laugardaginn í janúar og vinna þá áfram að “gæðahandbók” félagsins.

Guðrún E. Gunnarsdóttir
Fundarritari.






MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.