Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Senda á fésbók

Stjórnarfundur 22.ág. 07
22 ágúst 2007 12:00

 

Stjórnarfundur MNÍ 2007-8

Dags.: 22. ágúst 2007, kl. 12:00

Staður: Rannsóknaþjónustan Sýni, Lynghálsi 3

Viðstaddir: Guðrún E. Gunnarsdóttir formaður, Ragnheiður Héðinsdóttir, Grímur

Ólafsson, Ingólfur Gissurarson, Bertha M. Ársælsdóttir

Efni:

1. Starfsmaður félagsins. Nokkrar fyrirspurnir hafa borist en ákveðið að tveir stjórnarmenn ræði við einstakling sem hafði sýnt þessu starfi áhuga. Rætt var um laun – vertakagreiðslur eða föst mánaðalaun. Ekkert ákveðið að svo stöddu.

2. Umsóknir um félagsaðild. Þrjár umsóknir bárust; Elva Gísladóttir, Svandís E. Jónsdóttir, Tinna Eysteinsdóttir. Þær voru allar samþykktar. Fyrr í sumar fékk Elva Gísladóttir starfsleyfi sem næringarfræðingur.

3. Greinaskrif í Matur er mannsins megin. Formaður lagði til að skrifað yrði um helstu atriði sem félagið hefur unnið að s.s. gæðahandbók, skemmtidagskrá, skógrækt o.s.frv. Formenn viðkomandi nefnda myndu skrifa ágrip sem svo yrði sett saman í n.k. skýrslu stjórnar.

4. Greinaskrif í Fréttablaðið. Fjallað um hvers konar greinar við vildum helst sjá og það var mál manna að einbeita okkur að leiðbeinandi greinum fyrir almenning en athuga að hafa þær ekki of fræðilegar. Efni: neytendaábyrgð, matvæla- og næringarfræðileg þekking í skólakerfinu, ábyrgar upplýsingar frá fyrirtækjum.

5. Matvæladagur. Ákveðið að stjórnin bjóði fyrirlesurum og nefndum til kvöldverðar á matvæladaginn. Skemmtinefnd standi fyrir annars konar uppákomum fyrir félagsmenn í vetur, s.s. jólagleði, þorrablóti, vorfagnaði o.s.frv.

6. Rætt um faghópa félagsins, matvæla og næringarfræði, og mikilvægi þess að þeir séu virkir.

7. Kynningarnefnd hefur ekki hafið störf og ráðgert að fyrsta verkefni nýs starfsmann verði að virkja hana.

8. Rætt um fyrirhugaða stofnun Matvælastofnunar og stýrihóp hennar þar sem félagið gæti hugsanlega átt aðild. Þar sem nefndarmenn hafa ekki kynnt sér málið var ákveðið að taka það upp síðar.

9. Næsti fundur stjórnar ráðgerður miðvikudaginn 5. september kl.12 í SI, Borgartúni, þar sem fundarefni verður vonandi ákvörðun um nýjan starfsmann.

10. Fundi slitið kl. 13.20.

BMÁ






MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.