Næringarstofa
Mættir: Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir, Grímur Ólafsson, Ragnheiður Héðinsdóttir, Sigríður Klara Árnadóttir, Guðmundur Örn Arnarson og Ólöf Guðný Geirsdóttir (fundaritari).
1. Matvæladagurinn
•
RH kynnti lokadrög af dagskrá Matvæladagsins sem var samþykkt af stjórn.
•
Hugmynd er um að fá Ólaf Sæmundsson næringarráðgjafa til að halda erindi á Matvæladeginum en hann hefur ekki svarað beiðni þar um.
•
Stefnt er á að stjórn fundi með fulltrúum allra nefnda sem tengjast Matvæladeginum núna sem fyrst. Búið er að festa fund með ritnefnd og framkvæmdanefn þann 9/6 nk. og er spurning að fá amk. fulltrúa nefndar vegna tilnefningar til Fjöreggsins á þennan fund líka.
2.
Heimasíða MNÍ
•
Farið yfir hugmyndir heimasíðunefndar um forgangsröðun efnis á heimasíðu.
•
ÓGG ræddi um áhuga "Litla MNÍ" um að hafa sér svæði innan heimasíðu MNÍ vegna ýmissa sér hagsmunamála félaga "Lítla MNÍ" og var það samþykkt af stjórn.
• MNÍ barst tilboð í hönnun og forritun á nýjum vef MNÍ frá fyrirtækinu D10.is og var farið yfir það tilboð. Munu GÖA og SMS funda með fulltrúum D10.is og fá frekari skýringar á tilboði þeirra.
•
Ákveðið að ræða við Sigurð Einarsson formann SHMN um áhuga félagsins að hafa svæði stéttarfélagsins inn á heimasíðu MNÍ.
•
Rædd var framkv. á áframhaldandi viðhaldi á heimasíðu MNÍ og þarf að ræða það enn frekar.
o
Kom upp sú hugmynd að fræðslunefnd MNÍ sendi inn á heimasíðuna fréttapistill eftir hvern fræðslufund og verður rætt við fræðslunefnd um þetta.
3. Umsókn um starfsleyfi
•
Ein umsókn um starfsleyfi næringarfræðings hefur borist félaginu og hefur löggildingarnefnd metið og samþykkt að landlæknir veiti viðkomandi aðila löggildingu og starfsleyfi næringarfræðings. Stjórn samþykkti ályktun löggildingarnefndar og verður bréf sent Landlækni.
4. Markaðsmál
•
GEG er búin að funda með Markaðsnefnd og er stefnt á að markaðsáætlun verði lögð fram á næsta stjórnarfundi.
•
Bæklingur sem Efnafræðiskor gaf út til kynningar fyrir skorina var skoðaður sem deimi um gott kynningarefni.
5. Skógræktardagurinn 29/5’05
•
Minnt var á skóræktardaginn sem er 29/5 kl:16
6. Næsti fundur
•
Næsti fundur var ákveðinn hjá RH/ Samtök Iðnaðarins Borgartúni 35. 07. júní n.k. kl. 12:00.
Fundi slitið 13:15
Ólöf Guðný Geirsdóttir