Fundargerð MNÍ
Dags: 4. maí 2007, kl. 12:00.
Staður: Samtök iðnaðarins, Borgartúni 35
Mættir: Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir (GEG), Grímur Ólafsson (GÓ), Ingólfur Gissurarson (IG) og Ragnheiður Héðinsdóttir (RH) sem ritaði fundargerð
Forföll: Ólöf Guðný Geirsdóttir (ÓGG)
Efni:
- Umsóknir um félagsaðild
Umsóknir Birgittu Lindar Vilhjálmsdóttur og Ólafar Helgu Jónsdóttur um aukaaðild að félaginu samþykktar. Í umræðum kom fram að stjórnarmenn eru sammála um að gjaldfrjáls aukaaðild að félaginu ætti aðeins að gilda um nemendur í grunnnámi. Nemendur í framhaldsnámi eru nánast undantekningarlaust á launum á meðan á námi stendur og ættu því að geta greitt félagsgjöld og lagt mikið af mörkum til starfsemi félagsins.
- Umsókn um löggildingu
Samþykkt að mæla með umsókn Ragnheiðar Ástu Guðnadóttur um löggildingu sem næringarfræðingur. Löggildingarnefnd hefur þegar farið yfir umsóknina og lagt blessun sína yfir hana.
- Undirbúningur aðalfundar
GEG sendir stjórninni drög að ársskýrslu til yfirlestrar um helgina. Skýrsla stjórnar og framkvæmdaáætlun næsta árs verða kynntar saman á fundinum, þ.á.m. strúktúrbreytingar. GEG kynnir skýrsluna og Ingólfur strúktúrbreytingu skv. gæðahandbók félagsins. Grímur kynnir fjárhagsáætlun og fjárhagsáætlun. Reikningar eru ekki komnir frá endurskoðanda en Grímur hringir í hana í dag og sendir stjórnarmönnum á rafrænu formi um leið og þeir berst.
Tillaga stjórnarinnar verður að félagsgjöld verði óbreytt. Ef tilraun með starfsmann tekst vel verður gerð tillaga um hækkuð félagsgjöld á næsta aðalfundi.
Haft samband við Baldvin Valgarðsson um að taka að sér fundarstjórn á aðalfundi. Hann tók því ekki illa.
Farið yfir allar nefndir og gerð tillaga að nefndarmönnum. GEG hefur samband við viðkomandi og fær samþykki.
Talsvert var rætt um hlutverk talsmanns félagsins. Stjórnin er sammála um að til að byrja með verði það fyrst og fremst að gera félagið sýnilegra og starfi náið með stjórn, fræðslunefnd, heimasíðunefnd og kynningarnefnd.
Næsti fundur verður boðaður eftir aðalfund
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið kl. 13:30. Ragnheiður Héðinsdóttir