Stjórnarfundur MNÍ 2007-8
Dags.: 3. október 2007, kl. 12:00
Staður: Samtök iðnaðarins, Borgartúni 35
Viðstaddir: Guðrún E. Gunnarsdóttir formaður, Ragnheiður Héðinsdóttir, Grímur
Ólafsson, Bertha M. Ársælsdóttir, Guðrún K. Sigurgeirsdóttir, Guðrún
Ólafsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Hólmfríður Þorgeirsdóttir, Steinar Aðalbjörnsson.
Efni:
1. Þar sem þetta var sameiginlegur fundur stjórnar og Matvæladagsnefndar þá var farið yfir helstu mál er varða Matvæladaginn s.s. kynningamál ofl. Það kom fram að fréttatilkynningar sem sendar voru fjölmiðlum vegna Fjöreggstilnefninganna vöktu litla athygli. Þá var rætt um það hvernig auglýsa ætti Matvæladaginn, markhópar voru skilgreindir og viðstaddir fengu úthlutað hópum sem þeir sæju um að senda tilkynningar.
2. Fundarmenn voru sammála um að það væri of lítið auglýst hjá félaginu s.s. fyrirlestrar hjá háskólanemum o.þ.u.l. og starfsmaður beðinn um að koma félaginu í samband við þessa aðila.
3. Stjórn mun bjóða fyrirlesurum og meðlimum Matvæladagsnefndanna í kvöldverð að kvöldi Matvæladags.
4. Rætt um að koma á tengslum milli nefnda MNÍ s.s. matvælahóps og fræðslunefnd við Matvælahóp Stjórnvísi. Tilnefndir voru nokkrir félagsmenn til þess að starfa í einhverjum af þessum nefndum.
5. Eftirtaldar umsóknir hafa borist frá næringarrekstrarfræðingum og næringarfræðingum um inngöngu í félagið:
Elín Einarsdóttir matar-/næringarrekstrarfræðingur
Olga Gunnarsdóttir næringarrekstrarfræðingur
Guðrún Bergmann næringarrekstrarfræðingur
Guðný Jónsdóttir næringarrekstrarfræðingur
Olga Mörk Valsdóttir næringarrekstrarfræðingur
María Sigurðardóttir matarfræðingur, leyfisbréf nær.rekstrarfr.
Anna Rósa Magnúsdóttir næringarrekstrarfræðingur
Steinunn Ásta Lárusdóttir matarfræðingur, leyfisbréf nær.rekstrarfr.
Friðgerður Guðnadóttir matarfræðingur, leyfisbréf nær.rekstrarfr.
Eftirfarandi aðilar óska eftir því að gerast fullgildir meðlimir í MNÍ:
Ása Vala Þórisdóttir, Ása Guðrún Kristjánsdóttir, Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir, Ragnheiður Ásta Guðnadóttir.
Þessar umsóknir voru allar samþykktar.
6. Næsti fundur ráðgerður miðvikudaginn 31. október kl. 12 á Næringarstofu, Eiríksgötu 29, kjallara.
7. Fundi slitið kl. 13.40.
BMÁ