Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Senda á fésbók

Stjórnarfundur 1. nóv 07
01 nóvember 2007 12:00

Stjórnarfundur MNÍ 2007-8

 

Dags.:             1. nóvember 2007, kl. 12:00

Staður:            Samtök iðnaðarins, Borgartúni 35

Viðstaddir:      Guðrún E. Gunnarsdóttir formaður, Ragnheiður Héðinsdóttir, Bertha M. Ársælsdóttir, Guðrún K. Sigurgeirsdóttir, Sesselja M. Sveinsdóttir.

Efni:   

1.                  Umsóknir um inngöngu í félagið teknar fyrir og samþykktar. Þeir eru:

Sigríður Sesselja Sæmundsdóttir nemi í matvælafræði

Bjarki Hraunfjörð Kristinsson nemi í matvælafræði

Dagbjört Svava Jónsdóttir nemi í matvælafræði

Geir Gunnar Markússson matvæla- og næringarfræðingur

Dagný Ösp Vilhjálmsdóttir nemi í matvælafræði

Guðrún Sigurgeirsdóttir matarfræðingur, leyfisbréf næringarrekstrar-fræðingur, grunn- og framhaldsskólakennari

Bergþóra Kristjánsdóttir matar- og næringarrekstrarfræðingur

Guðrún Kristín Svavarsdóttir matarfræðingur, leyfisbréf næringarrekstrar-fræðingur.

2.                 Heimasíða MNÍ. Fjallað var um kostnað við að hýsa vefinn og aðra möguleika (kr. 1.200 og 7.200). Einnig var rætt um að setja reiknilíkan á forsíðu þar sem reikna mætti út grunnorkuþörf o.fl. (kr. 30.000). Þessi atriði samþykkt og GEG mun sjá um að ganga frá því.

3.                 Félagatalið er enn ekki yfirfarið.

4.                 Heimasíðunefnd. Rætt um að virkja fleiri meðlimi til starfa.

5.                 Fréttablaðsgreinar. Rætt um nýja höfunda og hugmyndir að efni s.s. að taka fyrir árstíðabundið efni, öryggi matvæla, jólahlaðborða o.þ.h.

6.                 Matvæladagur 2008. Setja þarf inn efni á heimasíðuna.

7.                 Uppgjör Matvæladags 2007 ókomið.

8.                 Rætt um skýrslu Matvælahóps MNÍ sem stjórn hefur borist. Ákveðið að hitta höfunda hennar og athuga í framhaldinu að hafa kynningarfund fyrir félagsmenn.

9.                 Fræðslunefnd. RH mun ræða við Baldvin Valgarðsson sem er í stjórn Stjórnvísis um samvinnu.

10.             Samtök heilbrigðisstétta. Bréf um að aðalfund félagsins 9. nóvember en ekki útlit fyrir að hægt verði að senda félagsmann á þann fund.

11.             Næsti fundur ekki ákveðinn.

12.             Fundi slitið kl. 13.30.

BMÁ






MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.