Stjórnarfundur MNÍ 2007-8
Vinnufundur
Dags.: 19. janúar 2008, kl. 10:30
Staður: Þjóðmenningarhúsið, Hverfisgötu.
Viðstaddir: Guðrún E. Gunnarsdóttir formaður, Ragnheiður Héðinsdóttir, Ingólfur
Gissurarson, Bertha M. Ársælsdóttir, Guðrún K. Sigurgeirsdóttir,
Sesselja M. Sveinsdóttir.
Efni:
1. Teknar saman niðurstöður kosningar um fundarefni fyrir Matvæladag 2008. Rætt var ítarlega um allar tillögurnar og kostir og gallar þeirra dregnir upp. Atkvæði skiptust nokkuð jafnt á milli þeirra fimm tillaga sem í boði voru en tekin var ákvörðun um að eftirfarandi efni yrði tekið fyrir á næsta Matvæladegi:
Íslenskar matarhefðir og svæðisbundinn matur: Matarhefðir og þjóðlegur matur ? sem hluti af nútíma ferðamennsku ? matur í héraði. Hvaða möguleika hafa hin ýmsu svæði á Íslandi til að byggja á staðbundnu hráefni. Áhugi á þjóðlegum matarhefðum hefur aukist mikið um allan heim. Allir vilja finna sína sérstöðu. Hvað eru aðrar þjóðir að gera ?.
Farið var yfir efnið og dæmi um áherslur gæti verið gamall íslenskur matur, skilgreining á íslenskum mat, bera saman við matarhefðir erlendis, slow food o.s.frv. Möguleiki væri á sýningu samhliða fundinum þar sem bændur og aðrir gætu sýnt afurðir sínar. Einnig væri möguleiki á taka fram sérkenni landshluta o.s.frv.
Tillögur að nefndarmönnum: Brynhildur Briem, Elín Guðmundsóttir, Ólafur Reykdal, Laufey Steingrímsdóttir, Þóra Valsdóttir, Ágústa Gísladóttir, Matís (norrænn matur).
Tillögur að fundarstað utan höfuðborgarsvæðis komu fram og þar var nefnt m.a. Akureyri og Selfoss.
Fjöreggsnefnd þarf að fara af stað og þar er Ásta Guðmundsdóttir ein innanborðs.
Ritnefnd var nefnd til sögunnar s.s. Guðmundur Guðmundsson, Elín Búadóttir, Svandís Jónsdóttir, Jónína Stefánsdóttir.
Sérverkefni verða á höndum Sesselju Sveinsdóttur.
Skiladagur nefnda Matvæladags 2007 verður fimmtudaginn 21. febrúar kl. 17-19. Staðsetning ákveðin af Ingólfi.
Athugasemd frá gjaldkera um betri vinnulínur fyrir nefndir vegna reikninga sem honum eru að berast og hann hefur ekki tök á að meta hvort séu í lagi.
2. Rætt var um sameiginlegan fund MNÍ og Matvæla- og næringarfræðiskorar í desember. Skorarformaður hefur óskað eftir framhaldsfundi þar sem fram kæmu tillögur frá félagsmönnum MNÍ. Rætt um álit nefndarmanna s.s Rúnars og Birnu um framtíð námsins. Einnig þótti fundarmönnum brýnt að fá svör frá skor um hvort ekki sé möguleiki á fjölbreyttari kúrsum m.a. efni sem þörf er á í iðnaðinum en ekki einungis kúrsum sem miða að rannsóknum og framhaldsnámi. Nokkur uggur var í mönnum varðandi samning Matís við skor og hættu á því að fyrirtækið muni stjórna framboði kúrsa.
Formaður MNÍ mun skipuleggja fund með Matvælahópi MNÍ og MN-skor á næstu vikum.
Rætt var ítarlega um fyrirhugaða viðhorfskönnun sem unnið hefur verið að og kosti og galla hennar. Skiptar skoðanir um gagnsemi hennar. Mjög gott væri að sjá hvernig menntun matvælafræðinga nýtist í iðnaði en á hinn bóginn er þetta ekki það stór hópur svo spurning að Matvælahópur MNÍ meti það upp á eigin spýtur.
3. Ákveðið var að matvælahópur héldi áfram að starfa.
4. Flutt var ágrip af vinnu Næringarhóps MNÍ og sagt frá fyrirhugaðri menntun næringarfræðinga til BS prófs þar sem 50% námsins er það sama og matvælafræðinga. Einnig er fyrirhugað MS nám í næringarráðgjöf. Rætt um nauðsyn þess að næringarfræðingar nái samningum við TR til þess að heilbrigðiskerfið og einstaklingar geti nýtt sér aðstoð stéttarinnar.
5. Farið var yfir starf og stöðu starfsmanns MNí og hvernig til hefur tekist síðan hann var ráðinn til starfa í haust. Starfið er mjög árstíðabundið og myndi því gagnast vel að borga tímakaup fyrir unnin verk. Upp kom sú hugmynd að starfsmaður væri prókúruhafi og myndi sjá um framkvæmd Matvæladags. Mesta vinnan felst nú í heimasíðunni, koma fréttum inn o.fl. Hvaða fleiri leiðir geta gagnast til kynningar félaginu? Koma þarf greinaskrifum í greiðari farveg. Rætt var um heimasíðuna og hvort leyfa ætti auglýsingar á henni. Ætti starfsmaður að gegna stöðu framkvæmdastjóra/formanns? Til að efla félagið og auglýsa það þyrfti e.t.v. að ráða fagmann s.s. PR.
6. Kynntar voru nýjungar á heimasíðu s.s. útreikningar á orkuþörf og félagatalið.
7. Þrjár umsóknir um aðild að MNÍ höfðu borist: Elín Kristjánsdóttir Linnet, Hanna R. Guttormsdóttir og Helga B. Óskarsdóttir og voru allar samþykktar. Þrjár umsóknir um löggildingu næringarfræðinga bárust: Ragnheiður Guðjónsdóttir, Guðrún Linda Guðmundsdóttir báðar samþykktar en umsókn Guðrúnar Eyjólfsdóttur hafnað vegna ófullnægjandi náms.
8. Rætt um rit félagsmanna í Fréttablaðið sem hingað til hefur birst hálfsmánaðarlega. Tillögur að efni: Kornmatur og fræ. Hrísgrjón í ýmsum myndum. Umbúðir (Grímur). Vítamínbættir drykkir (Ingólfur). Þorramatur í sögulegu samhengi (Ragnheiður). Koffíndrykkir út frá reglugerðum (Ingólfur). Kalk í matvælum, mjólk (Björn). Hollusta súkkulaðis (Rúnar). Spelt og glúten, er það betra? Fólasín (Elva).
Rætt um kosti og galla þess að setja á heimasíðuna upplýsingar um mataræði fyrir einstaka sjúkdóma s.s. sykursýki, mjólkursykuróþol, krabbamein, glútenóþol o.fl.
9. Næsti fundur áætlaður fimmtudaginn 28. febrúar kl. 12.
10. Aðalfundur ráðgerður þriðjudaginn 6. maí kl. 20.
11. Fundi slitið kl. 15.15.