Stjórnarfundur haldinn á Kaffi Amokka þriðjudaginn 5. apríl 2005 kl. 12-13
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.
Aðalfundur
Of seint er að boða aðalfund núna fyrir 15. apríl eins og ákveðið var á síðasta fundi. Reikningar verða engu að síður tilbúnir fyrir 15. apríl. Tekin var ákvörðun um að hafa aðalfundinn 20. apríl. Klára þarf fundarboð í dag og senda það út á morgun.
Grímur ætlar að athuga hvort hægt er að fá sal UST lánaðan.
Svo enginn verði feiminn við að mæta er rétt að bæta því við fundarboðið að búið sé að manna allar stöður (stjórnin gefi kost á sér áfram), en þeir sem vilja komast í stjórn geta boðið sig fram, enda eru faktískt 2 sæti laus.
Ákveðið var að benda á það í fundarboðinu að siðareglur fyrir næringarfræðinga eru að verða tilbúnar. Spurning hvort matvælafræðingar hafa þörf fyrir slíkar reglur líka?
Nefndastarf
Nefndarstarf hefur gengið misjafnlega hjá hinum ýmsu nefndum og ekki vitað hvort allar nefndir hafi verið sæmilega virkar í vetur. Heiða kannar það. Aðra hafa verið duglegar, eins og fræðslunefnd og að sjálfsögðu þær nefndir sem vinna við matvæladaginn. Reynt verður að fá einn atburð hjá fræðslu- eða íþróttanefnd í vor. Ritnefnd er komin á fulla ferð og sömuleiðis matvæladagsnefnd, en hún er reyndar búin að breyta efninu í átt að því að fjalla um skólamötuneyti. Heiða var á fundi með þeim um daginn. Ef það á að breyta efninu svona mikið þarf að fara fram umræða um það á víðari vettvangi því félagsmenn kusu um efnið á sínum tíma og stóreldhús urðu ofaná.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 13:30.