Aðalfundur MNÍ 2007-8
Dags.: 15. maí 2008, kl. 20.
Staður: Alþjóðahúsið, Hverfisgötu.
Viðstaddir: Guðrún E. Gunnarsdóttir formaður, Ragnheiður Héðinsdóttir, Ingólfur Gissurarson, Bertha M. Ársælsdóttir, Grímur E. Ólafsson
stjórnarmenn og auk þess 17 aðrir félagsmenn.
Fundarstjóri: Ragnheiður Héðinsdóttir.
Fundarritari: Bertha María Ársælsdóttir.
Í upphafi fundar bauð formaður fundargesti velkomna og stakk upp á RH sem fundarstjóra. Það var samþykkt. Fundarstjóri hóf fundinn á því að biðja gesti að gæða sér á veitingunum sem í boði voru; snittur og pinnar að hætti hússins og auk þess léttvín, vatn og Toppur.
Efni fundar:
1. Skýrsla stjórnar lesin upp af formanni (sjá Skýrsla stjórnar 2007-8). Engar athugasemdir voru gerðar við skýrsluna. Fram kom þó athugasemd frá nefndarmanni úr Matvæladagsnefnd að heiti matvæladags yrði ?Héraðskrásir ? svæðisbundinn matur?.
2. Gjaldkeri stjórnar fór yfir reikninga félagsins. Nokkrar umræður spunnust um Reiðubréfaeign félagsins upp á tæpar 5 milljónir. Flestir fundarmenn voru sammála um að engin ástæða væri til þess að geyma þessa peninga og ákveðið að nota þá til þess að efla félagsstarfið. Að þessu loknu voru reikningar samþykktir.
3. Formaður lagði fram starfsáætlun stjórnar. Í fyrsta lagi þarf að auglýsa heimasíðu MNÍ m.a. í skólum fjölmiðlum og líkamsræktarstöðvum og hvetja félagsmenn til að nýta sér hana.. Matvæladagur verður áfram miðpunktur félagsstarfsins en einnig þarf að halda við greinaskrifum í fjölmiðla sem vakið hafa athygli. Stjórnin hefur í einstaka tilfellum gert athugasemdir við greinar í fjölmiðlum,. Ekki er ætlunin að svara einstaklingum eða einkafyrirtækjum en markmiðið er að kynna félagið og félagsmenn sérstaklega betur fyrir þeim sem gætu þurft á þjónustu félagsins og/eða félagsmanna að halda.
Formaður minntist á samstarf fræðslunefndar og Matvælahóps Stjórnvísi sem gefið hefur góða raun og ætlunin er að framhald verði á því samstarfi.
Stofnun matvælahóps MNÍ á síðasta ári og sú vinna sem þar hefur farið fram hefur leitt í ljós að brýn þörf er fyrir þess háttar starfsemi til að efla matvælafræðina. Félagið stefnir á að mæta á fund þar sem drög að heilbrigðisstefnu ríkisstjórnar verður kynnt og koma athugasemdum sínum þar að.
Nokkur umræða skapaðist um félagsgjöldin en meirihluti fundar greiddi atkvæði á móti hækkun þeirra. Að lokum hvatti formaður félagsmenn til þess að koma með hugmyndir að eflingu félagsins og sagði áætlun stjórnar að nota það fé sem félagið ætti í ákveðin verkefni og útbúa reglur um notkun þess.
4. Tveir gengu úr stjórn, Ingólfur Gissurarson og Grímur Ólafsson. Í stað þeirra komu Sigríður Dröfn Jónsdóttir og Sigríður Ásta Guðjónsdóttir. varamenn eru Valgerður Ásta Guðmundsdóttir og Sesselja María Sveinsdóttir
5. Aðrar nefndir: Heimasíðunefnd ? Sesselja María Sveinsdóttir heldur áfram og Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir býður sig fram. Fræðslunefnd ? sama. Skemmtinefnd ? sama. Löggildingarnefnd - í stað Borghildar Sigurbergsdóttur kemur Guðný Jónsdóttir næringarrekstrarfræðingur. Næringarhópur ? sami. Matvælahópur ? sami. Fulltrúar félagsins alþjóðlegum næringarfræðisamtökum eru þeir sömu nema Helga Sigurðardóttir fer í stjórn Norrænna næringarráðgjafa og Kolbrún Einarsdóttir er til vara. Þátttaka félagsins í Samtökum heilbrigðisstétta verður teknin til athugunar af stjórn.
6. Lagabreyting um að einungis háskólanemar í BS námi geti verið aukafélagar var samþykkt.
7. Önnur mál: borin var upp sú tillaga að fá erlenda fræðimenn til þess að koma til landsins og halda námskeið og félagið tæki þátt í þeim kostnaði. Einnig var bent á Endurmenntun HÍ í þessu sambandi. Stjórn lagði til að fræðslunefndin færi í að vinna þetta mál.
8. Ágústa Gísladóttir flutti mjög áhugavert erindi um dvöl sína í Úganda þar sem hún hefur starfað fyrir Þróunarsamvinnustofnun.
9. Fundi slitið kl. 22.45.