Stjórnarfundur MNÍ 2008-9
Dags.: 29. október 2008, kl. 12.00
Staður: Bakarameistarinn, Austurveri við Háaleitisbraut.
Viðstaddir: Guðrún E. Gunnarsdóttir formaður, Ragnheiður Héðinsdóttir,
Bertha M. Ársælsdóttir, Sigríður Ásta Guðjónsdóttir.
Efni:
1. Fjallað var um fjárhag félagsins. Eins og sakir standa eru peningar félagsins lokaðir í Markaðsbréfasjóði Landsbanka. SÁG mun fylgjast með gangi mála. Félagið skortir lausafé um þessar mundir en gjaldkeri mun selja markaðsbréfin um leið og sjóðirnir losna og koma fjármunum á bankabók. Sendir verða út reikningar vegna matvæladagsins en hann mun að öllum líkindum standa vel undir sér. Félagsgjöld verða einnig innheimt á næstu dögum en reynt verður að koma þeim í innheimtu á kreditkort félagsmanna.
2. Nokkur umræða var um matvælafræðina en upp kom sú hugmynd að fá matvælafræðinga félagsins í stefnumótun. Athuga með að fá sérfræðing til þess að stýra því starfi. Ráðgert að koma þessari vinnu í gang fljótlega og RH falið að tala kanna hvort Davíð Lúðvíksson væri til í að stýra kvöldfundi um þetta í síðari hluta nóvember og hvað það myndi kosta.
3. Fréttablaðsgreinar eru eitthvað af skornum skammti um þessar mundir en stungið var upp á því að endurbirta gamlar greinar sem til hjá félaginu til þess að brúa bilið.
4. Drög að aðgerðaráætlun heilbrigðisráðherra varðandi heilsustefnu hefur verið kynnt og stjórnarmenn beðnir að lesa hana yfir og koma með athugasemdir.
5. Rætt var um jólafund félagsins og hvernig hann ætti að vera. Hugmynd kom upp um að bjóða t.d. matreiðslumanni e.þ.u.l. að halda erindi eða kynningu. Spurning hvað þannig myndi kosta því félagið er ekki aflögufært um þessar mundir en alltaf yrði eitthvað þátttökugjald. Athuga með að fá Skúla Þór Magnússon til að bjóða í vínkynningu eins og áður hefur verið rætt. Ef það gengur ekki verður athugað með að fá Úlfar Finnbjörsson til að tala um jólamat.
6. Næsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 12. nóvember kl. 12 á sama stað.
7. Fundi slitið kl. 13.15 (BMÁ).