Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Senda á fésbók

Stjórnarfundur 28. maí 2009
15 júní 2009 17:30


Stjórnarfundur MNÍ
Dags. 28. maí 2009
Staðsetning: Bakarameistarinn, Austurveri.
Fundarefni:
1. Kynning undirbúningsnefndar matvæladags MNÍ
2. Skipting verkefna
3. Aðildaumsóknir
4. Önnur mál
5. Næsti fundur
Viðstaddir eru:  Herdís M. Guðjónsdóttir formaður
Sigríður Ásta Guðjónsdóttir gjaldkeri
Aðrir stjórnarmenn: Ragnheiður Guðjónsdóttir og Helen Grey.
Undirbúningsnefnd matvæladags MNÍ: Ólafur Reykdal formaður, Jóhanna Gunnarsdóttir, Ágúst Sigurðsson og Atli Arnarson.


Efni:

1. Ragnheiður Guðjónsdóttir settur ritari stjórnar í upphafi fundar.


2. Kynning undirbúningsnefndar matvæladags MNÍ (UMD).
Matvæladagurinn verður haldinn 18. október 2009 og var undirbúningsnefnd Matvæladagsins var mætt til að kynna efni dagsins fyrir stjórn. UMD skipa Ólafur Reykdal formaður. Jóhanna Gunnarsdóttir, Ágúst Sigurðsson og Atli Arnarson en Atli hefur tekið sæti Ingibjargar Gunnarsdóttur. Dórothea Jóhannsdóttir hættir vegna búferlaflutninga. Dóróthea hættir í UMD og kom upp sú hugmynd að Guðrún Elísabet fráfarandi formaður tæki sæti í nefndinni í hennar stað. Jóhanna ætlar að ræða við hana.


Yfirskrift Matvæladags MNÍ 2009 er: Matvælaframleiðsla og gjaldeyrissköpun. UMD kynnti drög að dagskrá Matvæladagsins (MD) ásamt efni erinda og hugmyndum um fyrirlesara. Hefðbundinn rammi verður á deginum en sú breyting var kynnt að hafa styttri og fleiri erindi en í fyrra og öll jafnlöng þannig að heildartími væri sá sami. Stefnt er að 7x20 mínútna erindi og miðað við að efni fyrstu þriggja erindanna væru greining á stöðunni í dag en síðustu fjögur myndu beina sjónum sínum að úrræðum. Farið var yfir um efnistök fyrirlestra ásamt hugmyndum um fyrirlestara en ákveða þarf fyrirlestara á næstu tveimur vikum. Undirbúningsnefndin sér um það.


Rædd var staðsetning og ákveðið að halda sig við Grand Hótel en fyrri stjórn hafði pantað þar sal. Verð: 160.000 fyrir 2 sali sem mest er hægt að koma fyrir 300 manns. Veitingar eru ekki innifaldar í þessu verði.


Áhugi fjölmiðla var ræddur og aðferðir til að vekja hann. Efnið MD hefur mun breiðari skírskotun en oft áður. Hugmyndir um að útbúa ?pakka? fyrir fjölmiðla og hvort einhver sjónvarpsstöð gæti gert ?kastljósþátt? um efnið.


Umsókn um styrki til ráðuneyta var rædd og ákveðið að bæði formaður MNÍ og formaður matvæladagsnefndar skrifuðu undir hana. Styrkupphæðir fyrri ára ræddar ásamt væntingum um styrki í ár.


Rætt var um þakklætisvottur fyrir fyrirlesara bæði innlenda og erlenda. Hugsanlegt að þakklætisvottur erlenda fyrirlesarans verði veglegri en áður þar sem hann tekur ekki greiðslu fyrir þar sem hann er staddur hér á landi í boði annarra samtaka.


3. Blað Matvæladags MNÍ (Matur)
Matur hefur undanfarin ár verið prentað af fyrirtækinu Athygli án kostnaðar fyrir MNÍ gegn ágóða af auglýsingum. Þetta mál er í athugun en frekar neikvæð svör hafa fengist frá því fyrirtæki þetta árið.


4. Fjöregg- viðurkenning MNÍ
Fjöreggið verður veitt sem fyrr. Kom fram sú tillaga frá UMD að beina því til fjöreggsnefndar að óskað verði eftir tillögum að verkefnum sem eru að taka inn gjaldeyri, jafnvel frumkvöðla eða eitthvað nýtt, smart og skemmtilegt. Formaður MNÍ sér um að koma þessum skilaboðum til Fjöreggsnefndar. Formaður ætlar einnig að minna fjöreggsnefnd á að kalla eftir tilnefningum.


5. Hlutverk stjórnar MNÍ og nefnda vegna Matvæladags
Hlutverk stjórnar MNÍ og nefnda sem koma að matvæladegi var rætt. Stjórn MNÍ hefur yfirstjórn yfir Undirbúningsnefnd Matvældadagsins, Fjöreggsnefnd og Ritnefnd blaðsins þó að þær hafi samskipti innbyrgðis á einhverjum stigum málsins.


Matvælanefnd yfirgaf fundinn.


6. Félagaumsóknir
Tvær aðildarumsóknir lágu fyrir fundinum. Atli Arnarsson næringarfræðingur og Elísabet Margeirsdóttir lífefnafræðingur og mastersnemi í næringarfræði sóttu um aðild. Báðar umsóknir samþykktar.


7. Félagatal og félagsgjöld
Gjaldkeri ætlar að senda formanni nýjasta félagatalið. Búið er að færa færslur hjá korthöfum Visa sem tvígreiddu félagsgjöld í fyrra. Líklega verður sami háttur hafður á hjá Eurocard. Rætt var um að senda út bréf til óvirkra félaga til að hægt sé að hafa félagatalið sem réttast þar sem fólki yrði boðið að endurnýja aðild sína að félaginu og borga árgjaldið í ár. Ákveðið að senda það í haust vegna sumarfría.


8. Heimasíða og vefpóstur.
Uppfæra þarf vefpóstlista félagsmanna og verður vefstjóri beðinn um það. Hugmynd um að senda út tölvupóst 1x í mánuði t.d. með atburðadagatalinu, minna á síðuna og nokkur orð frá stjórn um hvað er efst á baugi. Samkvæmt vefstjóra er einfalt að gera litlar kannanir á heimasíðunni. Hugmynd kom upp um að hafa teljara á síðunni. Formaður tók að sér að koma skilaboðum til vefstjóra.


9. Fræðslupistlar MNÍ í Fréttablaðinu.
Áhugi er fyrir því að halda áfram með fræðslupistla í Fréttablaðinu. Þurfum að sanka að okkur greinum í haust og fá nafn tengiliðarins á Fréttablaðinu.


10. Samþykkt
Stjórn MNÍ líst vel á tillögur UMD og samþykkir þær að sinni hálfu.


11. Næsti fundur ákveðin 28. ágúst 2009 kl. 12:00 hjá Inn-og útflutningsskrifstofu Matvælastofnunar að Stórhöfða 23 (gengið inn Grafarvogsmegin).






MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.