Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Senda á fésbók

Stjórnarfundur MNÍ
15 september 2009 12:00

Stjórnarfundur MNÍ
Dags.: 15. september 2009
Staðsetning: Hjúkrunarheimilið Sóltún, Sóltúni.

Fundarefni:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar

2. Matvæladagur

3. MNÍ síðan

4. Sýni v.s. Endurmenntun

5. Önnur mál
6. Næsti fundur
Viðstaddir eru:  Herdís M. Guðjónsdóttir formaður
Sigríður Ásta Guðjónsdóttir gjaldkeri, Ragnheiður Guðjónsdóttir ritari og Guðný Jónsdóttir. Helen Grey tilkynnti forföll vegna veikinda.

 


Efni:
 


1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð samþykkt

 

2. Matvæladagur

Undirbúningur matvæladags gengur vel. Hann verður haldinn 15. október 2009 á Grand Hótel, Engjateigi, Reykjavík. Tveir fyrirlesarar eru utan MNÍ og var samþykkt að greiða þeim 30.000. krónur fyrir fyrirlesturinn. Borist hefur vilyrði um styrk að upphæð 100.000 krónur frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

 


3. MNÍ síðan

Borist hefur erindi frá vefstjóra um að lagt verði í endurbætur á heimasíðu MNÍ og einnig að breytt verði um staðsetningu hýsingar en nú er vefurinn hýstur hjá Símanum. D10, fyrirtækið sem hefur séð um vefinn, hefur metið að það endurbætur kosti um 50 þúsund. Ekki voru upplýsingar til staðar um verð hýsingar. Þarf að fá ýtarlegri kostnaðaráætlun svo hægt sé að meta hagkvæmari kostinn. Hugmyndir um að gera atburðadagatalið meira áberandi og gera síðuna aðgengilegri ræddar.

 

 

4. Sýni v.s. Endurmenntun

Framkvæmdastjóri Sýnis hafði samband vegna samnings MNÍ og Endurmenntunar HÍ sem skrifað var undir á dögunum og benti á að þeir hefðu nú stofnað matvælaskóla sem byði upp á námskeið. Stjórn þakkar ábendinguna og er möguleiki að samstarf verði skoðað síðar en eins og staðan er í dag verður haldið áfram að þróa samstarfið við Endurmenntun HÍ.

 

 

5. Önnur mál

Ritnefnd er að störfum. Matur- blað sem hefur komið út í tengslum við Matvæladag MNÍ kemur út með óbreyttu sniði eins og undanfarin ár en auglýsingastofan Athygli hefur séð um útgáfu blaðsins. Blaðinu verður dreift með Morgunblaðinu.

Nefndarstörf fjöreggsnefndar eru einnig í góðum farvegi.
Ákveðið var að leita tilboða í hópmatseðil á þremur veitingastöðum þar sem venja er að stjórn MNÍ bjóði undirbúningsnefnd Matvæladags, fjöreggsnefnd, ritnefnd og fyrirlesurum dagsins út að borða að kvöldi Matvæladags. Formaður tók að sér að leita tilboða.
Formaður heldur áfram uppfærslu póstlista félagsins.

 


6. Næsti fundur
 

Næsti fundur ákveðinn 8. október 2009 að Stórhöfða 23 kl 12.

 

 






MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.