Stjórnarfundur MNÍ
Dags.: 12. október 2009
Staðsetning: MAST- Stórhöfða 23.
Fundarefni:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar
2. Samþykkt nýrra félaga
3. Matvæladagur
4. MNÍ síðan
5. Samstarf Endurmenntunnar HÍ og MNÍ
6. Önnur mál
Viðstaddir eru: Herdís M. Guðjónsdóttir formaður, Sigríður Ásta Guðjónsdóttir gjaldkeri og Ragnheiður Guðjónsdóttir ritari.
Efni:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð samþykkt
2. Samþykkt nýrra félaga
Umsókn Helgu Margrétar Pálsdóttur, matvælafræðings um inngöngu í félagið var samþykkt.
3. Matvæladagur
Undirbúningur matvæladags gengur vel. Hann verður haldinn 15. október 2009 á Grand Hótel, Engjateigi, Reykjavík. Formaður er í góðum samskiptum við nefndina og aðstoðar hana með samskipti við fjölmiðla. Borist hefur vilyrði um styrk að upphæð 100.000 krónur frá Útflutningsráði sem kemur þá til viðbótar við styrk frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti sem hefur nú þegar borist.
Matur- blaði Matvæladags MNÍ verður dreift með Morgunblaðinu á miðvikudaginn 14. október.
4. MNÍ síðan
Unnið er að uppfærslu heimasíðu MNÍ og verður ný og endurbætt síða MNÍ opnuð á Matvæladaginn 15. október 2009.
5. Samstarf Endurmenntunnar HÍ og MNÍ
Unnið hefur verið úr skoðanakönnun sem send var félagsmönnum í tölvupósti og settar fram tillögur að kúrsum. Skipuð hefur verið samstarfsnefnd með fulltrúum beggja aðila. Baldvin Valgarðsson, Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir og Guðný Jónsdóttir sitja í henni fyrir hönd MNÍ ásamt tveimur fulltrúum Endurmenntunar HÍ.
6. Önnur mál
Stéttarfélagið BHM samþykkti í sumar að næringarráðgjöf væri niðurgreidd af styrktar- og sjúkrasjóði félagsins eftir ábendingu frá félaginu. Í framhaldinu þarf að senda samskonar bréf til annarra stéttarfélaga. Það verður tekið fyrir á næsta stjórnarfundi.
Formaður heldur áfram uppfærslu póstlista félagsins og er stefnan að láta listann liggja frammi á Matvæladaginn til að félagsmenn geti yfirfarið upplýsingarnar á honum. Í framhaldinu verður hann settur inn á vef félagsins.