Stjórnarfundur MNÍ
Dags.: 19. apríl 2010
Staðsetning: Amokka, Borgartúni, Reykjavík.
Fundarefni:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar
2. Aðalfundur
3. Heimasíða
4. Greinar í Fréttablaðið
5. Nýir félagar
6. Umsókn um úrsögn á heimasíðu
7. Önnur mál
8. Næsti fundur
Viðstaddir eru: Herdís M. Guðjónsdóttir formaður, Sigríður Ásta Guðjónsdóttir gjaldkeri, Ragnheiður Guðjónsdóttir ritari og Helen Grey.
Efni:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð samþykkt
2. Aðalfundur
Ákveðið var að halda aðalfund 10. maí 2010 kl. 20:00. Stjórn skiptir með sér verkum fyrir hann. Helen mun athuga með sal og veitingar. Formaður mun boða aðalfund með 2 vikna fyrirvara eins og lög félagsins gera ráð fyrir og leita eftir tilnefningum til stjórnarsetu. Gjaldkeri sér um að ársreikningur verði tilbúin og athugar hvort endurskoðandi félagsins vilji sitja áfram. Formaður tekur að sér að útbúa skýrslu stjórnar og starfsáætlun sem aðrir stjórnarmeðlimir munu lesa yfir. Stjórn samþykkti óbreytt félagsgjöld.
3. Heimasíða
Stjórn líst vel á endurbætta heimasíðu. Stefnum á að formaður sendi út tölvupóst mánaðarlega til að minna á síðuna, atburði og fleira tengt félaginu.
4. Greinar í Fréttablaðið
Haft verður samband við tengilið hjá Fréttablaðinu til að endurvekja stuttu greinarnar sem birtust í heilsublaði Fréttablaðsins. Formaður kom með þá hugmynd að greinarnar verði settar upp sem spurningar sem verði svarað og verði farið af stað með það í haust í aðdraganda Matvæladags og fyrstu spurningarnar sem svarað verði verði í anda efni Matvæladagsins.
5. Nýir félagar
Tvær umsóknir hafa borist. Bryndís Elfa Gunnarsdóttir, næringarfræðingur og Helga Margrét Pálsdóttir, matvælafræðingur sækja um inngöngu í MNÍ. Báðar umsóknir eru samþykktar.
6. Umsókn um úrsögn á heimasíðu
Sigríður Ásta kemur með þá hugmynd að til að segja sig úr félaginu verði hægt að fylla út umsókn á heimasíðu félagsins. Lög félagsins gera ráð fyrir að úrsögn úr félaginu sé skrifleg og því kæmi formleg umsókn um úrsögn á heimasíðu í staðinn fyrir það. Sigríður Ásta tekur að sér að setja upp slíka umsókn og senda á Sesselju vefstjóra til að hægt verði að setja hana á vefinn.
7. Önnur mál
Stefnt er að kvöldferð í Kjós þar sem heimsótt yrðu “Beint frá býli” bændur og bú. Pétur H. Grímur og Ágústa eru að skipuleggja slíka ferð.
Hefðbundin gróðursetningaferð verður farin í byrjun júní.
8. Næsti fundur
Verður ákveðinn í tölvupósti síðar.