MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
Senda ß fÚsbˇk

Stjˇrnarfundur 21. j˙nÝ 2010
21 j˙nÝ 2010 10:00

Stjórnarfundur MNÍ

Dags. 21. júní 2010

Staðsetning: Heiðargerði 4, Reykjavík.

Fundarefni:

  1. Vetrarstarfið- horft til baka.
  2. Starfið framundan
  3. Vefsíðan
  4. Önnur mál
  5. Næsti fundur

Viðstaddir eru: Herdís M. Guðjónsdóttir formaður

Sigríður Ásta Guðjónsdóttir gjaldkeri

Aðrir stjórnarmenn: Ragnheiður Guðjónsdóttir og Helen Grey.

 

Efni:

 

 

  1. Vetrarstarfið- horft til baka.

 

Aðalfundur tókst vel og var málefnalegur og góður.

 

Stjórn lýsir ánægju með að búið sé að koma á stað samstarfi við Endurmenntun HÍ. Baldvin Valgarðsson, Guðný Jónsdóttir og Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir hafa sinnt þessu samstarfi fyrir hönd félagsins. Haldin  voru tvö námskeið, Merkingar matvæla og Samtalsaðferðir í hugrænni atferlismeðferð, á vorönn sem vel tókst til með. Boðið var upp á niðurgreiðslu félagsins á námskeiðum.

 

 

  1. Starfið framundan.

 

Undirbúningur fyrir matvæladag er í góðum farvegi eftir því sem best er vitað. Formaður hefur samband við formann undirbúningsnefndar til að fá nánari upplýsingar um það.

 

Auglýsa þarf eftir efni matvæladagsins 2011 en Helen kom með tillögu að menntun og staða félagsmanna væri efni þess matvæladags og leist fundarmönnum vel á þá tillögu.

 

Virkja þarf faghópa betur, hugsanlega með því að stjórn gefi leiðbeiningar um útgangspunkt fyrir vetrarstarfið sem gæti verið efni matvæladagsins 2011.

 

Næsta vetur þarf að koma lokaútgáfu af gæðahandbók félagsins á heimasíðu MNÍ.

 

Auglýsa þarf eftir tillögum að námskeiðum hjá Endurmenntun HÍ með haustinu.

 

 

  1. Vefsíða MNÍ.

 

Sigríður Ásta ræddi við Sesselju Maríu um heimasíðuna. Margt hægt að gera til að auka meðvitund félagsmanna og annarra um heimasíðuna t.d. að bjóða upp á möguleikann að vera áskrifandi að nýjum fréttum og senda út tölvupóst til að minna á síðuna. Þarf að fara í það næsta vetur að laga og bæta heimasíðuna.

 

 

  1. Önnur mál.

 

Stjórn bókar að mistök hafi verið gerð þegar að ekki var athugað hvort að allir nefndarmenn fyrir Matvæladaginn 2010 hafi verið félagsmenn í félaginu en þykir of seint að sækja það frekar þar sem starfið í nefndum er komið á fullan skrið. Þetta verður forgangsatriði á næsta ári.

 

 

  1. Næsti stjórnarfundur verður í haust. Formaður boðar þegar nær dregur.

MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.