Stjórnarfundur MNÍ
Dags.: 12. október 2010
Staðsetning: Café Copenhagen, Grensásvegi, Reykjavík
Fundarefni:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar
2. Matvæladagur
3. Afmælishátíð
4. Samþykkt nýrra félaga
5. Önnur mál
6. Næsti fundur
Viðstaddir eru: Herdís M. Guðjónsdóttir formaður, Sigríður Ásta Guðjónsdóttir gjaldkeri og Ragnheiður Guðjónsdóttir ritari, Guðný Jónsdóttir og Helen Grey.
Efni:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar
Fundargerð samþykkt
2. Matvæladagurinn
Matvæladaginn verður haldinn 27. október 2010 á Nordica Hotel. Undirbúningur gengur vel. Formaður hefur verið í sambandi við formenn nefnda. Ákveðið að leigja posa til að auðvelda greiðslur. Stjórn hefur undanfarin ár boðið undirbúningsnefnd, fjöreggsnefnd, ritnefnd og fyrirlesurum dagsins út að borða og verður ekki gerð breyting á því þetta árið. Formaður tekur að sér að leita tilboða en byrjað verður að athuga með Vox þar sem sá veitingastaður er í sama húsi og ráðstefnan verður haldin.
3. Afmælishátíð
Upp hefur komið hugmynd um að halda afmælishátíð félagsins á Akureyri næsta vor. Haft verður samband við félagsmenn fyrir norðan og þessi hugmynd viðruð við þá. Þema afmælishátíðarinnar gæti t.d. verið Saga félagsins eða Fortíð, nútíð og framtíð ásamt stöðu menntunar.
4. Samþykkt nýrra félaga
Brynhildur Magnea Sigurðardóttir sækir um nemaaðild. Umsókn samþykkt.
5. Önnur mál
Hugmynd um að kynna félagið fyrir nemendum í faginu næsta vor og halda jafnvel boð fyrir þá á vordögum.
Hugmynd um að félagið eignist flettispjald með merki félagsins og stutti kynningu sem væri notað á Matvæladeginum, háskólakynningum o.s.frv.
7. Næsti fundur
Næsti fundur verður eftir mánuð. Formaður sendir upplýsingar um fundarstað og fundartíma í tölvupósti þegar nær dregur.