MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
Senda ß fÚsbˇk

Stjˇrnarfundur 17. nˇvember 2010
17 nˇvember 2010 10:00


Stjórnarfundur MNÍ
Dags.: 17. nóvember 2010
Staðsetning: Heiðargerði 4, Reykjavík.

Fundarefni:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar

2. Matvæladagur

3. Afmælishátíð

4.

5. Önnur mál

6. Næsti fundur

Viðstaddir eru:  Herdís M. Guðjónsdóttir formaður, Sigríður Ásta Guðjónsdóttir gjaldkeri og Ragnheiður Guðjónsdóttir ritari, Guðný Jónsdóttir og Helen Grey.

 

 

Efni:

 

 

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð samþykkt

 

 

2. Matvæladagurinn

Matvæladaginn var haldinn 27. október 2010 á Nordica Hotel. Mikil ánægja var með hvernig til tókst. Aldrei hafa fleiri mætt á Matvæladaginn en um 190 manns mættu.

 

3. Samstarf EHÍ og MNÍ- námskeið

Haldið var námskeið um heilsufullyrðingar þar sem Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði fór yfir nýju reglugerðina um heilsufullyrðingar, ráðleggingar og fleira. Um 60 manns mættu á námskeiðið. Ánægja með samstarfið og verður því haldið áfram. Stefnt er á að halda aftur námskeið um merkingar matvæla og jafnvel bæta öðru við sem þá tengist næringarfræði á vorönn. Ekki var farið af stað með sérnámskeið í rekstri fyrirtækja þar sem það er víða kennt m.a. hjá Endurmenntun HÍ.

 

4. Fjölmiðlalisti

Í framhaldi af umræðu á Matvæladaginn hefur verið útbúinn listi yfir félaga MNÍ sem eru viljugir til að tala við fjölmiðla um sitt sérsvið. Listinn verður sendur á fjölmiðla ásamt texta frá formanni um hlutverk listans og lögverndun starfheita. Fjölmiðlar verða hvattir til að nýta sér þennan lista þegar að upp koma mál sem varða sérsvið félagsins.

Humyndir frá félagsmönnum um að greitt væri sérstaklega fyrir væri samskipti við fjölmiðla. Ekki hefur verið ákveðið hvort það verður gert en stjórn sér fyrir sér að setja þurfi skýr viðmið um slíkt. Formaður tekur að sér að hafa samband við þá félagsmenn sem komu með þessa tillögu ásamt því að kynna sér hvaða háttur sé hafður á í öðrum sambærilegum félögum.

 

5. Afmælishátíð

Haft hefur verið samband við nokkra félaga MNÍ á Akureyri vegna afmælishátíðar. Mögulegar dagsetningar ræddar ásamt möguleikanum að slá saman aðalfundi MNÍ við afmælisdagskrá í byrjun maí. Nánari útfærsla er í höndum undirbúningsnefndar en Helen tekur að sér að hafa samband norður m.a. til að fá fólk í undirbúningsnefnd.

 

 

6. Önnur mál

 

Upp kom hugmynd um að félagið beitti sér fyrir að gerðir yrðu fræðsluþættir um næringu og heilsu. Hægt væri að sækja um styrk til sjónvarpsþáttagerðar. Frekar rætt á næsta fundi.

 

Rætt um að kynna faggreinarnar á afmæli Háskóla Íslands næsta vor.

 

Staða menntunar í matvælafræði, næringarfræði og næringarrekstrarfræði rædd. Möguleikar á samstarfi við aðra háskóla fyrir matvæla- og næringarrekstrarfræðinám rætt. Frekar rætt á næsta fundi.

 

 

7. Næsti fundur

Næsti fundur verður ákveðinn síðar. Formaður sendir upplýsingar um fundarstað og fundartíma í tölvupósti.

 


MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.