Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Senda á fésbók

Fundur stjórnar MNÍ og kennara í matvælafræði við HÍ
07 júní 2011 09:30

Fundur stjórnar MNÍ og kennara í matvælafræði við HÍ

Fundarstaður: Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík
Fundartími: 7. júní 2011. Kl. 9:30-10:45
Fundarmenn:  Fyrir hönd MNÍ: Herdís M. Guðjónsdóttir, formaður MNÍ,  Guðjón Gunnarsson, Helen Willamsdóttir Grey,  Ragnheiður Guðjónsdóttir, Ragnheiður Héðinsdóttir, Sigríður Ásta Guðjónsdóttir, gjaldkeri. Fyrir hönd Matís og Matvælafræðideildar: Guðjón Þorkelsson, Franklín Georgsson, Hörður G. Kristinsson, Inga Þórsdóttir, Kristberg Kristbergsson, Sigurjón Arason, Sveinn Margeirsson forstjóri Matís mætti í lok fundar.

Fundur settur og tók Guðjón Þorkelsson að sér stjórn fundar.  Ritari settur Ragnheiður Guðjónsdóttir.

Guðjón Þorkelsson byrjaði á að kynna stöðu og framtíð matvælanámsins. Þar kom fram að stefnt væri að ríkisháskólarnir ( HÍ, HA, LHÍ) í samstarfi við Matís myndu bjóða upp á sameiginlegt líftækninám til B.S. náms þar sem líffræði, lífefnafræði, matvælafræði og sjávarútvegsfræði mætast. Er þá rætt um hafa fyrstu tvö árin sameiginleg og síðan yrði þriðja árið val á milli þeirra greina sem að náminu standa. Breiðari náttúrufræði er í
þessu sameiginlega námi og hægt að taka fyrstu tvö árin t.d. á Hólum eða Akureyri.

Einnig hefur verið undirritaður samningur milli Matís og Hí um Alþjóðlegt meistaranám í matvælavísindum. Gert er ráð fyrir þremur línum í því námi: Matvælaöryggi, matvælalíftækni og matvælaverkfræði.  Námið mun allt fara fram á ensku og verður líklega kennt í lotum. Einingar skiptast jafnt milli námskeiða og verkefnis. Ekki hefur verið ákveðið hvenær formlegt nám hefst en stefnt er að því haustið 2012.
Ragnheiður Héðinsdóttir spyr þar sem lítil og millistór fyrirtæki treysti sér ekki til að ráða vísindamann og hvort ekki þörf sé á styttra praktískt námi. Sigríður Ásta segir að mikil þörf sé fyrir ráðgjafaþjónustu á sviði matvælaiðnaðar og fyrirtækin átti sig á því þegar ráðgjöfin sé komin á stað að hún borgi sig. Fundurinn sammála um að þörfin á matvælafræðingum sé til staðar þó að stjórnendur fyrirtækja átti sig ekki alltaf á því.
Vitað að iðnaðartæknifræðin í HR er að fara aftur af stað eftir smá hlé og spyr Ragnheiður Héðins hvort ekki sé grundvöllur fyrir samstarfi þar og búa þá til matvælatæknifræðinám. Sigurjón segir að samstarf hafi verið við Tækniskólann sem hafi dottið uppfyrir þegar að hann sameinaðist HR. Þetta hafi þó ekki verið nema 3-4 nemendur á ári.

Inga leggur áherslu á mannfæð sem útskrifast úr framhaldsskólum af náttúrufræðibraut og að þeir nemendur dreifist mikið þar sem margt standi til boða eftir stúdentspróf.

Á fundinum kom fram að í verk- og raunvísindadeild sé gerð krafa um 15 nemendur í hverju grunnnámskeiði sem sé of mikið miðað við höfðatölu.

Fundurinn sammála um nauðsyn þess að svara kalli samtímans og að athuga þyrfti hvers konar nám nemendur vildu. Einnig að þörf væri á markaðssetningu á náminu. Einnig þyrfti að koma til markaðssetning matvælafræðingum innan fyrirtækja.

Rætt var nokkuð um Bolonga samkomulagið þar sem gert er ráð fyrir 3ja ára grunnnámi, 2ja ára meistaranám námi og 3ja ára doktorsnámi og hvort þyrfti að breyta kröfum í matvælanáminu að það þyrfti meistarapróf til að sækja um löggildingu eins og krafa er um í mörgum öðrum greinum.

Mikil áhugi er á áframhaldandi samstarfi við Matís og er aðstaðan þar orðin mjög góð fyrir verklega kennslu.

Niðurstaða fundar að kjarninn sé samstarf og samvinna háskólanna, Matís og iðnaðarins ásamt markaðsetningu á náminu og störfum matvælafræðinga.





MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.