Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Senda á fésbók

Aðalfundar MNÍ 2011
17 maí 2011 08:00

Fundargerð aðalfundar MNÍ 17. maí 2011 á Grand hótel

Dagskrá fundar
Aðalfundarstörf.
1.    Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
2.    Reikningar félagsins
3.    Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta starfsárs og ákvörðun félagsgjalda.
4.    Skýrsla nefnda.
5.    Skýrsla fulltrúa MNÍ í öðrum félögum.
6.    Atkvæðatalning kjörs til stjórnar félagsins. Þeir sem hafa áhuga á að gegna embættum fyrir félagið snúi sér til stjórnar eða sendi póst mni[at]mni.is
7.    Kjör tveggja endurskoðenda og eins til vara.
8.    Aðrar kosningar, svo sem kjör fulltrúa í önnur samtök.
9.    Önnur mál.


Formaður setti fundinn kl. 20:06 og fundarstjóri var Baldvin Valgarðsson.
1.    Formaður las skýrslu stjórnar. Stjórnin fundaði að jafnaði í hverjum mánuði. Félögum hefur fjölgað. MNÍ dagurinn 2010 heppnaðist mjög vel. Nýjungar á árinu voru meðal annars að listi með nöfnum félagsmanna var sendur til fjölmiðla og félagsmenn hvattir til að ræða eða skrifa í fjölmiðla. Samstarf MNÍ og EHÍ heldur áfram, þrjár tillögur að námskeiðum eru komnar. Formaður sagði frá ferðum sem MNÍ félagar fóru í á árinu og voru það bæði fræðslu og skemmtiferðir. Ný og bætt heimasíða er komin í gagnið. MNÍ verður 30 ára á árinu og á að halda afmælið á Akureyri 26. ágúst með mikilli fræðslu- og skemmtidagskrá. Unnið er að undirbúningi fyrir MNÍ daginn 2011. Skýrslu stjórnar er hægt að nálgast á netinu.
2.    Sigríður Ásta Guðjónsdóttir lagði fram reikninga félagsins og voru þeir samþykktir. Aukning hefur orðið á útgjöldum enda fást færri styrkir til þess að halda MNÍ daginn en áður var. Fjárhagsleg staða félagsins er þó góð.
3.    Formaður ræddi starfsáætlun með skýrslu stjórnar.  Ekki liggur fyrir fjárhagsáætlun. Ákveðið var að félagsgjöld yrðu óbreytt eða 4000 kr.
4.    Fáir voru mættir frá nefndum og því litlar upplýsingar um störf þeirra. Ragnheiður Héðinsdóttir fer fyrir fræðslunefnd.  Gerð var áhugakönnun hjá félagsmönnum um námskeið og voru haldin fjögur námskeið. Félagsmenn voru misánægðir með námskeiðin. Umræður sköpuðust um t.d.  markhópa námskeiðanna, hvort þau ættu að vera opin almenningi og verð. Besta námskeiðið þótti námskeið Ingibjargar Gunnarsdóttur  um merkingu á matvælum.
5.    Fáir fulltrúar MNÍ í öðrum félögum voru mættir. Fulltrúi næringarrekstrafræðinga sagði frá hvað þær hafa gert síðasta ár.
Baldvin Valgarðsson frá matvælahóp og Ragnheiður Guðjónsdóttir frá næringarhópi, nefndu að lítið hefði verið um fundi hjá sínum hópum.
6.    Enginn mótframboð  í stjórn félagsins og situr hún því áfram óbreytt.
7.    Endurskoðendur eru áfram þeir sömu.
8.    Engar breytingar eru á  fulltrúum í önnur samtök.
9.    1. Fyrirspurn kom frá Zulema Porta um að breyta nafninu á MNÍ deginum þannig að næringarfræðinga nafnið komi inn í þennan dag. Umræður voru um þetta og var ákveðið að breyta ekki MNÍ nafninu en muna að skrifa nafnið á félaginu. Næringarfræðingar þurfa að koma með skriflega ósk um að breyta nafninu á deginum.

2. Rætt var um matvælafræðinganámið, enginn endurnýjun er í því námi og má nefna að enginn er í náminu í dag. Þessi stóra spurning kom fram, hvað er til ráða. Ýmislegt var rætt og félagsmenn komu með sínar skoðanir á því af hverju enginn er í þessu námi. Sveinn Margeirsson forstjóri Matís  hefur dregin vagninn í þessu máli. Umræður um næringarfæði og matvælafræði sköpuðust. Mikill munur á þessu námi. Þeir sem eru að ráða í störf í matvælageiranum gera sér ekki grein fyrir þessu.
Ákveðið að kalla til fundar prófessora og aðra kennara  á heilbrigðisvísindasviði HÍ og jafnvel fulltrúa fleiri háskóla. Hugmynd kom um að biðja MATÍS um að halda fundinn.

3. Zulema sagði frá því að innihaldslýsingar á íslenskum vörum væri ábótavant. Greinilegt er að ekki er fagfólk að vinna þessa vinnu (matvælafræðingar). Stærri fyrirtæki og fyrirtækin á Akureyri eru með matvælafræðinga í vinnu en smærri fyrirtæki kaupa frekar þjónustu af einkafyrirtækjum s.s. MGK, Sýni og fleirum.


Fundi slitið kl. 22:16

Olga Gunnarsdóttir
Næringarrekstrafræðingur.





MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.