Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Senda á fésbók

Stjórnarfundur 18. janúar 2011
18 janúar 2011 12:00

Stjórnarfundur 18. janúar 2011

Stjórnarfundur MNÍ
Dags.: 18. janúar 2011
Staðsetning: Happ, Höfðatorgi, Reykjavík
Fundarefni:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar
2. Skiladagur nefnda
3. Afmælishátíð og aðalfundur
4. Blaðaskrif í Heilsu
5. Næsti fundur

Viðstaddir eru:  Herdís M. Guðjónsdóttir formaður, Sigríður Ásta Guðjónsdóttir gjaldkeri og Ragnheiður Guðjónsdóttir ritari, Guðný Jónsdóttir og Helen Gray.


Efni:


1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð samþykkt


2. Skiladagur nefnda

Skiladagur nefnda verður í þriðju viku febrúar svo framarlega að skipað hafi verið í nýjar nefndir og efni Matvæladagsins ákveðið. Formaður sendir út tölvupóst til félagsmanna þar sem óskað verður eftir tillögum um efni Matvæladags 2011. Guðný bíður fram Sóltún sem fundarstað eins og í fyrra og er það þegið með þökkum. Ákveðið að hafa sömu þakkargjöf og í fyrra.


3. Afmælishátíð og aðalfundur

Þarf að ákveða dag fyrir Afmælishátíð og aðalfund sem stefnt er að að halda á Akureyri. Stjórn leggur til að föstudagurinn 6. maí verði fyrir valinu. Þarf að athuga hvernig það hentar norðanmönnum. Þegar dagsetning hefur verið ákveðin þarf að athuga áhuga félagsmanna á að halda afmælishátíð og aðalfund á Akureyri. Helen og formaður athuga þetta.


4. Blaðaskrif í Heilsu

Halldóra Hagalín ritstjóri Heilsu, sem er nýtt blað sem Birtingur stefnir á að gefa út, hafði samband og óskaði eftir að félagsmenn skrifuðu pistla í blaðið eftir þemum hvers tölublaðs. Stjórn líst vel á það og vill skoða að borga félagsmönnum eftir stærð greina. Þarf að útfæra það þegar að að þessu kemur.  


5. Næsti fundur

Næsti fundur verður eftir mánuð. Formaður sendir upplýsingar um fundarstað og fundartíma í tölvupósti þegar að nær dregur.





MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.