MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
Senda ß fÚsbˇk

Stjˇrnarfundur 24. maÝ 2011
24 maÝ 2011 12:00Stjórnarfundur 24. maí 2011

Stjórnarfundur MNÍ
Dags.: 24. maí 2011
Staðsetning: Eldhrímnir, Höfðatorg, Reykjavík
Fundarefni:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar
2. Matvæladagurinn 2011
3. Afmælishátíð
4. Aðalfundur
5. Næsti fundur

Viðstaddir eru:  Herdís M. Guðjónsdóttir formaður, Sigríður Ásta Guðjónsdóttir gjaldkeri og Ragnheiður Guðjónsdóttir ritari, Guðný Jónsdóttir og Helen Gray.


Efni:

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð samþykkt

2. Matvæladagurinn 2011

Framkvæmdanefnd Matvæladagsins hefur tekið til starfa og hefur hafið undirbúning að næsta Matvæladegi. Verður í samstarfi við formann og stjórn ef þurfa þykir.

3. Afmælishátíð

Undirbúningur afmælishátíðar MNÍ gengur vel og stendur afmælishátíðarnefnd norðan heiða sig með stakri prýði. Formaður mun senda út tölvupóst til félagsmanna og láta vita af hátíðinni og hvetja fólk til að taka daginn frá og skrá sig.

4. Aðalfundur

Aðalfundur fór fram 17. maí 2011 á 13. hæðinni á Grand Hótel og fór vel fram. Eindregin ósk aðalfundar var að kannaðar yrðu sögusagnir um nýtt matvælanám. Formaður mun hafa samband við forstjóra Matís og óska eftir fundi um málið. Einnig við Guðjón Þorkelsson, kennara við Matvæla- og næringardeild, og óska eftir að kennarar Matvæla- og næringarfræðideildar HÍ sitji fundinn.

5. Næsti fundur

Næsti fundur verður haldin þegar nær dregur haustinu og mun formaður boða hann í tölvupósti.

MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.