MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
Senda ß fÚsbˇk

Stjˇrnarfundur 17. ßg˙st 2011
17 ßg˙st 2011 12:00


Stjórnarfundur 17. ágúst 2011

Stjórnarfundur MNÍ
Dags.: 17. ágúst 2011
Staðsetning: Kryddlegin hjörtu, Skúlagötu,Reykjavík
Fundarefni:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar
2. Matvæladagurinn 2011
3. Afmælishátíð
4. Endurmenntun
5. Önnur mál
6. Næsti fundur

Viðstaddir eru:  Herdís M. Guðjónsdóttir formaður, Sigríður Ásta Guðjónsdóttir gjaldkeri og Ragnheiður Guðjónsdóttir ritari og Guðný Jónsdóttir.


Efni:

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð samþykkt

2. Matvæladagurinn 2011

Framkvæmdanefnd Matvæladagsins er langt komin með undirbúning Matvæladagins. Til umfjöllunar stjórnar voru drög að dagskrá Matvældagsins, hækkun þátttökugjalds og tillögu framkvæmdanefndar að nafnabreytingu Matvæladagsins. Dagskrá og hækkun þátttökugjalds eru samþykkt af hálfu stjórnar. Tillaga framkvæmdanefndar um að breyta nafni Matvæladagsins í MNÍ-dagurinn var hafnað. Hefð er fyrir notkun nafnsins Matvæladagurinn auk þess sem hann er tengdur Matvæladegi Sameinuðu þjóðanna sem er haldinn í október ár hvert.

3. Afmælishátíð

Afmælishátíðar MNÍ verður haldin 26. ágúst í Háskólanum á Akureyri þar sem þemað verður fortíð, nútíð og framtíð matvæla- og næringarfræðimenntunar á Íslandi. Skráning hefur verið ágæt en formaður mun senda út póst til að hvetja félagsmenn til að skrá sig. Þátttökugjald á hátíðinni er 1000 kr. Síðan þarf að greiða fyrir kvöldmáltíðina. Ekki er komið á hreint hversu mikið það verður. Athugað verður með styrktaraðila fyrir kvöldverðinn.
Skoðanakönnun verður send út fyrir afmælishátíðina til að kanna hvort félagsmenn eru starfandi við sitt fag ásamt fleiri atriðum. Sigríður Ásta mun taka að sér að útbúa slíka könnun sem síðan verður send út á félagsmenn í tölvupósti.

4. Endurmenntun

Guðný greindi frá stöðu mála á samstarfi Endurmenntunar HÍ og MNÍ. Gjaldkeri gerir athugasemd við að Endurmenntun veiti ekki afslátt beint til félagsmanna MNÍ eins og rætt hafi verið í upphafi samstarf og rukki svo félagið beint heldur hafi félagsmenn sjálfir þurft að sækja niðurgreiðslu til félagsins eftir að námskeið hefur verið greitt. Gjaldkeri mun mæta á næsta fund með Endurmenntun til að ítreka þetta. Einnig þarf að skerpa á áherslum í samstarfinu og athuga samninginn.

5. Önnur mál
Stjórn kom með þá hugmynd að farið yrði í vísindaferð til Landlæknisembættinu til að kynnast áherslum og framtíðarsýn embættisins eftir sameiningu Landlæknis og Lýðheilsustöðvar fyrr í sumar. Formaður kemur skilaboðum um þetta til fræðslunefndar félagsins.

6. Næsti fundur

Næsti fundur verður haldin eftir Afmælishátíðina og mun formaður boða hann í tölvupósti þegar nær dregur.

MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.