MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
Senda ß fÚsbˇk

Stjˇrnarfundur 28. september 2011
28 september 2011 12:00

Stjórnarfundur 28. september 2011

Stjórnarfundur MNÍ
Dags.: 28. september 2011
Staðsetning: Heiðargerði 4, Reykjavík
Fundarefni:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar
2. Matvæladagurinn 2011
3. Fjölmiðlalisti og málsvörn MNÍ.
4. Næsti fundur

Viðstaddir eru:  Stjórn: Herdís M. Guðjónsdóttir formaður, Ragnheiður Guðjónsdóttir ritari, Guðný Jónsdóttir og Helen Gray. Fulltrúar Framkvæmdanefndar Matvæladagsins: Fríða Rún Þórðardóttir, formaður nefndar og Atli Arnarson.


Efni:

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð samþykkt

2. Matvæladagurinn 2011

Undurbúningur fyrir Matvæladagsins 2011 er á lokastigum. Dagurinn verður haldinn 18. október á Hilton Nordica Hóteli. Dagurinn ber yfirskriftina Heilsutengd matvæli og markfæði. Farið var yfir lokaútgáfu dagskrár dagsins. Dagurinn hefur verið lengdur og mun hann standa frá 12-18. Ástæðan er að fyrirlesarar eru fleiri í ár en undanfarin ár. Sjávar- og landbúnaðarráðuneyti hefur veitt deginum styrk upp á 100.000 krónur. Formaður mun athuga með frekari styrki. Næstu skerf eru að senda út fréttatilkynningu um daginn sem framkvæmdanefnd mun sjá um. Ákveðið að fyrirlesarar munu fá leikhúsmiða fyrir að taka þátt í deginum og mun formaður sjá um athuga með tilboð og kaupa. Ákveðið að fjöreggsnefnd, framkvæmdanefnd, ritnefnd og stjórn munu fara út að borða eftir daginn eins og venja hefur verið undanfarin ár. Fríða Rún mun leita tilboða á Nordica og vera í sambandi við formanninn í framhaldinu.

3. Fjölmiðlalisti og málsvörn MNÍ

Stjórn hafa borist tillögur um að efla málsvörn MNÍ í fjölmiðlum. Lagt er til að stofnuð verði viðbragðsnefnd sem muni bregðast við með vísindalegum rökum þegar að þörf krefur. Bent hefur verið á að fjölmiðlum beri að veita réttar upplýsingar til almennings. Stjórn líst vel á þessar tillögur. Steinar B. Aðalbjörnsson hefur boðist til að veita þessari viðbragðsnefnd krafta sína. Leita þarf til annarra félagsmanna til að fullmanna nefndina og mun formaður senda út beiðni þess efnis til félagsmanna. Einnig þarf að uppfæra og endurnýja fjölmiðlalista en viðbragðsnefnd myndi þá hafa bakland í þeim sérfræðingalista. Hugmynd um að Sigrún Stefánsdóttir haldi fjölmiðlanámskeið fyrir félagsmenn er vísað til Fræðslunefndar.


4. Næsti fundur

Næsti fundur verður haldin eftir Matvæladaginn og mun formaður boða hann í tölvupósti þegar nær dregur.

MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.