MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
Senda ß fÚsbˇk

Stjˇrnarfundur 26. jan 2012
26 jan˙ar 2012 12:00

Stjórnarfundur MNÍ 
Dags.: 26. janúar 2012
Staðsetning: Sóltún, Reykjavík 
Fundarefni:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar
2. Matvæladagurinn 2011
3. Skráargatið
4. Heimasíða MNÍ
5. Starfsemi félagsins 2012 
6. Næsti fundur

1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt

2. Matvæladagurinn 2012
Samþykkt að formaður sendi tölvupóst á félagsmenn þar sem óskað er eftir tillögum að efni Matvæladags 2012. Stjórn mun síðan taka afstöðu til tillagna þegar þær hafa borist. 

3. Skráargatið
Atvinnuveganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn MNÍ varðandi þingmál nr. 22, norræna hollustumerkið skráargatið. Stjórn hefur skoðað málið og er sammála umsögn Matvælastofnunnar. Stjórn styður að notkun skráargatsins verði tilkynningarskyld til Matvælastofnunnar en ekki umsóknarskyld. Stjórn telur einnig mikilvægt að það komi fram að skráargatið sé einungis notað á vörur sem upphaflega merkið var hannað fyrir. Að lokum fagnar stjórn að upptaka skráargatsins sé á dagskrá Alþingis og vonar að frumvarpið verði samþykkt sem fyrst. 

4. Heimasíða MNÍ
Stjórn ræðir leiðir til að gera heimasíðuna sýnilegri og markaðsvænni. Formaður mun leita til starfsmanns heimasíðunnar eftir frekari tillögum og útfærslu. 

5. Starfsemi félagsins 2012
Stjórn ræðir hugmyndir að starfsemi félagsins 2012. Margar góðar hugmyndir ræddar en fastir liðir eins og venjulega eina sem fest er niður á dagskrá. Skiladagur nefnda verður þegar að efni Matvæladagsins hefur verið ákveðið og hægt verður að auglýsa eftir fólki í nefndir. Aðalfundur verður í byrjun maí og Matvæladagurinn í lok október. Einnig er stefnt að gróðursetningaferð í reit félagsins í Heiðmörk í byrjun júní. 

6. Næsti fundur
Næsti fundur verður ákveðinn í tölvupósti þegar að nær dregur.

MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.