MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
Senda ß fÚsbˇk

Stjˇrnarfundur 22. ßg˙st 2012
22 ßg˙st 2012 17:00

Stjórnarfundur MNÍ
Dags. 22. ágúst 2012
Staðsetning: Amokka kaffi- og veitingahúsi, Reykjavík
Fundarefni:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Umsagnir um drög að reglugerðum um menntun, réttindi og skyldur matvælafræðinga/næringarfræðinga/næringarráðgjafa og næringarrekstrarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi
3. Heiðmerkurferð / Berjaferð í skógarreit MNÍ í ágúst
4. Matvæladagurinn - undirbúningur
5. Annað


Fundur settur kl 17:00
Fundarmenn: Helen Gray, Herdís M Guðjónsdóttir, Ragnheiður Guðjónsdóttir, Rakel Dögg Hafliðadóttir

1. Fundargerð síðasta fundar
Samþykkt

2. Umsagnir um drög að reglugerðum um menntun, réttindi og skyldur matvælafræðinga/næringarfræðinga/næringarráðgjafa og næringarrekstrarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi
Velferðarráðuneytið hefur gefið félaginu tækifæri til að gefa umsagnir um drög að reglugerðum með fresti til 1. september 2012. Formanni falið að fá reglugerðirnar á rafrænu formi og lengri frest. Stjórnarmenn samræmi síðan svör félagsins.

3. Heiðmerkurferð / Berjaferð í skógarreit MNÍ í ágúst 
Dagsetning ferða r 29.8.2012 milli kl 17.30 og 19.30. Formaður sendi út kynningarpóst með beiðni um skráningu. Félagið bjóði uppá pylsur og meðlæti.  Ákveðið að merkja nokkur álitleg „Jólatré“ í reitnum og draga út heppna félagsmanna þegar nær dregur jólum.

4. Matvæladagurinn
Framkvæmdanefnd dagsins hefur kynnt drög að dagskrá. Fjöreggsnefnd er að störfum. Útgáfunefndin er að renna af stað og mun formaður fylgja þeim eftir svo allt gangi upp.

5. Annað
a) Dinner í Matvælaskólanum: HG staðfestir tíma svo auglýsa megi viðburðinn. 
b) Félagatal: Rakel og Herdís fari yfir listann og upplýsi á næsta fundi 
c) Til umræðu á næsta fundi
mni.is – Vefstjóri verði fenginn á fundinn
Fulltrúar í fræðslunefnd – Fulltrúa vantar fyrir næringarfræðinga/næringarráðgjafa og matvælafræðinga
Faghópastarf ¬ - Nauðsyn/Grundvöllur verði ræddur

6. Næstu fundur
Næsti fundur verður ákveðinn í tölvupósti þegar að nær dregur.


MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.