Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands
Fréttir Greinar & pistlar Fundargerðir Myndaalbúm Tenglar Aðildarumsókn Ráðgjöf & þjónusta
Senda á fésbók

11. janúar 2005
11 janúar 2005 12:00

Stjórnarfundur haldinn í húsnæði Landspítala-háskólasjúkrahúss 11. janúar 2005 kl. 12-13.

Mættir: Grímur Ólafsson, Guðmundur Örn Arnarson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Héðinn Friðjónsson og Sigríður Klara Árnadóttir.

0. Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

1. Efni næsta matvæladags
Heiða hafði tekið saman tilllögur að efni og voru þær ræddar hver fyrir sig.  Ákveðið var að hver stjórnarmaður skyldi kjósa 5 efni af listanum og verður valið á milli þriggja vinsælustu efnanna.

2. Blaðalager
Jónína Stefánsdóttir á nokkurn lager af blaðinu Matur er mannsins megin og vill gjarnan koma þeim til stjórnar.  Heiða fær blöðin hjá henni og geymir nokkur eintök af hverju blaði og hendir rest.

3. Skiladagur nefnda
Auk þess að ákveða efni matvæladags þarf að manna nefndir.

4. Markaðsmál
Hugmyndir um að koma félagsmönnum í fjölmiðla til að kynna fagið og námið voru kynntar. Heiða ætlar að senda stjórnarmönnum blað með hugmyndum sem dreift var í stjórn í kring um matvæladaginn síðasta.

5. Fræðslunefnd
Vínsmakkið heppnaðist vel og mættu um 20 manns, bæði félagsmenn og makar.  Fresta þurfti fræðslufundi um megrunarkúra sem átti að vera nú í janúar en hann verður haldinn í byrjun febrúar í staðinn.

6. Heimasíðan
Áfram verður haldið að vinna í henni, meðal annars við myndskreytingar. Meðal annars var bent á mynd af ávöxtum sem birtist í síðasta eintaki Matur er mannsins megin.

7. Erindi sem borist hafa félaginu
Rætt um beiðnir um umsagnir um reglugerðir og þess háttar sem stundum berast félaginu.  Ákveðið var að stjórnin tæki ákvörðun í hvert skipti um það hvort leitað væri til ákveðinna félagsmanna eða aðilar innan stjórnar tækju að sér slíkar beiðnir.

8. Önnur mál
Blaðið:
Fyrirkomulag blaðsis sl. haust þótti takast ágætlega. Ákveðið að stefna að því að halda áfram á sömu braut.  Spyrja Ólaf Reykdal hvort hann hefur áhuga á að halda áfram með blaðið.  Gott væri að fá hann á næsta stjórnarfund (Guðmundur).
Athuga stjórnarskipti fyrir næsta aðalfund.  Hverjir inn og hverjir út? Guðmundur athugar það.






MNÍ | Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands | Pósthólf 8941 | 128 Reykjavík | Sími 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MNÍ byggir á D10 Vefbúnaði. Íslenskt hugvit fyrir íslensk félagasamtök.