MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
Senda ß fÚsbˇk

Stjˇrnarfundur 14. jan˙ar 2013
14 jan˙ar 2013 19:45

Stjórnarfundur MNÍ
Dags. 14. Janúar 2013
Staðsetning: Heimili formanns MNÍ, Reykjavík
Fundarefni:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Félagslistinn
3. Heimasíðan
4. Vorferð - Flúðir
5. Önnur mál
a. Endurnýjun samnings við EHÍ
b. Greinaskrif félagsmanna – þóknunargreiðsla
c. Fræðslufundur með félagsmönnum og nemendum
d. Fundur í næringarhópi MNÍ

Fundur settur kl 19:45
Fundarmenn: Helen Gray, Herdís M Guðjónsdóttir, Ragnheiður Guðjónsdóttir og Baldvin Valgarðsson
Forföll boðaði Rakel Dögg Hafliðadóttir

1. Fundagerð síðast fundar 
Var ekki rituð á síðasta fundi ársins 2012

2. Félagslistinn 
Ákveðið að sendur verði tölvupóstur á félagsmenn til að staðfesta virk netföng og til þess að afla skrár um æðstamenntun og starfssvið/-heiti félagsmanna í dag.

3. Heimasíðan - Sessa 
Sesselja María Sveinsdóttir hefur óskað eftir því að láta af starfi umsjónarmanns heimasíðu félagsins. 
Á fundinum var rætt um næstu skref og hugsanlega breytt fyrirkomulag „umsjónarinnar“.  Ákveðið var að óska eftir því við SMS sendi stjórn MNÍ stutta samantekt sem lýsti starfinu, hvað hafi gengið vel og hvað mætti fara betur (leggja áherslu) á næstu misserum. Þá verði SMS beðin um að teikna upp veftré síðunnar. Ákveðið var að taka upp skilgreint hlutverk og skyldur umsjónarmanns heimasíðunnar – það er til í gæðahandbók MNÍ frá 2007. Rætt var um hvort stjórnarmenn ættu að hafa aðgang að síðunni til einfaldra uppfærslna / breytinga, en umsjónarmaður passaði uppá að síðan væri virk og rétt uppsett, ásamt því að halda vökulu auga með áhugaverðu efni.
Rætt var um mögulega kandídata til að taka við af SMS. 

4. Vorferð – Flúðir
Rætt var um hugmyndir að vorferð á Suðurlandi (Flúðir). Ákveðið að Herdís ræði við Steinar hjá Matís um aðstoð við skipulag, en Matarsmiðja Matís yrði e.t.v. miðdepill ferðarinnar. Líklega yrði um rúmlega hálfsdagsferð að ræða sem samanstæði af fyrirtækjakynningum (t.d. Flúðasveppir, Gróðrarstöð, Bændamarkaður, Kjöt frá Koti) og mat.

5. Önnur mál 
o Endurnýjun samnings við EHÍ
o Greinaskrif félagsmanna – þóknunargreiðsla
o Fræðslufundur með félagsmönnum og nemendum
o Fundur í næringarhópi MNÍ
o Endurnýjun samnings við EHÍ
? Samningur hefur verið endurnýjaður, gerð verður skoðunarkönnun um áhuga félagsmanna – fyrir sjálfan sig og fyrir almenning (sitthvor spurningin). Unnið er að því að gera ávinning af samningnum verði sýnilegur félagsmönnum eins fljótt og hægt er.
o Greinaskrif félagsmanna – þóknunargreiðsla
? Umræður almenns eðlis
o Fræðslufundur með félagsmönnum og nemendum
? BV sendi fyrirspurn á Hnallþóru
? HMG talar við Steinar
o Fundur í næringarhópi MNÍ
? Ragnheiður greindi frá áhuga næringarhóps á að fá löglærðan mann til að útskýra áhrif nýrra laga/reglugerða um heilbrigðisstéttir. Bent var á að Velferðarráðuneytið hefur ríka fræðsluskyldu og svo mætti e.t.v. leita til félags laganema í HÍ.

5. Næsti fundur
11. febrúar (annar mánudagur í mánuði á heimili formanns)
Minnisatriði f. dagskrá fundar:
o skiladagur nefnda
o næsti aðalfundur
o Flúðaferð
o kalla e. fólki nefndir


MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.