MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
Senda ß fÚsbˇk

Stjˇrnarfundur MN═ 10.okt 2013
10 oktˇber 2013 16:25

Stjórnarfundur MNÍ

Dagsetning: 10.10.13

Fundarstaður: Borgartún 12, Reykjavík

Fundarefni:

-        Vefsíða og tölvumál – Hrund kemur

-        Hýsing á vefsíðu – kostnaður?

-        Mál frá síðasta fundi 12.sept

-        Félagatal – listar og skipulagning

-        Fjármál – staða félagsins – innheimta félagsgjalda

-        Kvöldverður á matvæladegi – taka afstöðu til tillögu frá Rakel (sjá póst 23/9)

-        Önnur mál

Fundur settur kl 16:25

Fundarmenn: Helga Sigurðardóttir, Oddný Kristín Kristbjörnsdóttir, Anna Rósa Magnúsdóttir, Hrund Valgeirsdóttir.

Oddný var ritari á þessum fundi í stað Baldvins.

Forföll: Baldvin Valgarðsson (veikur), Rakel Dögg Hafliðadóttir

Vefsíða og tölvumál:

-        Vefstjóri: Hlutverk er að taka við efni/finna sjálf og setja inn á síðuna. Hún getur tekið út efni og sett inn en ekki breytt síðunni sjálfri.

-        Viljum reyna að virkja félagsmenn til að senda tölvupóst á Hrund ef viðburðir, fréttir eða greinar eru á hrundv[at]gmail.com. Ef til dæmis einstaklingur er að halda viðburð eða er að skrifa grein og fær hana birta, má sá hinn sami senda það beint á Hrund. Það þarf ekki að hafa milligöngu við stjórnarmenn, nema eitthvað sérstakt sé.

  • Þá er hugmyndin að virkja faghópa MNÍ til þess að vakta sitt fag og senda inn tilkynningu ef e-ð er.

-        Mikilvægt að reyna að virkja betur heimasíðuna www.mni.is og er þá gott að senda tengil inn á facebook sem beinir fólki inn á síðuna.

-        Ákveðið var að hafa facebook „group“ síðu félagsins „private“ og virkja enn fremur „like“ síðuna. Fara því í framhaldi yfir síðuna og athuga hvort það séu ekki allir félagsmenn sem þar eru inni.

-        Vinna að því að koma fleiri greinum inn.

-        Reikningur D10:

  • Biðja um kostnaðinn og mikilvægt að fá sundurliðun á hvað við erum að borga fyrir.

Félagsgjöld og félagatal:

-        Senda skriflega viðvörun á félagsmenn sem ekki hafa borgað félagsgjöld í 2 ár þess efnis að borgi þeir ekki innan 1 mánaðar falla þeir út úr félagatalinu sjálfkrafa (Gjaldkeri sér um).

  • Á næsta fundi verða þeir hreinsaðir út sem falla undir þetta.

-        Sú hugmynd kom upp að taka aftur upp félagatal sem verður opið á síðunni þar sem nafn og menntun hvers og eins er tilgreint.

-        Rakel: Hafa meðstjórnendur verið að borga í félagið síðustu ár?

Matvæladagur:

-        Kvöldverður á matvæladegi: Ákveðið var að halda því inni en hafa hann fyrr (kl 17:30)  þannig að fólk gæti borðað stuttu eftir að dagskrá lýkur en færi ekki heim á milli – því líklegra að fólk nýti sér þetta. Helga sér um að hringja á Grand hótel og fá tilboð fyrir um 15-20 manns (stjórn og nefndir). Smáréttir eins og voru á aðalfundinum væri góð hugmynd. Síðan senda um helgina á þá sem eru boðnir og þarf að vera búið að melda sig fyrir einhvern ákveðin tíma sem kemur í ljós eftir að búið er að tala við þá á Grand hóteli.

Hópsendingalistar:

-        Skv. Handbók félagsins sér ritari um hópsendingalista félagsmanna og að senda fjöldapóst.

-        Bæta á þann lista: bth50[at]hi.is; fjolad[at]gmail.com, addabjarna[at]gmail.com, dagnyospv[at]gmail.com.

Kynningar- og fræðslufundur fyrir nemendur:

-        Búið er að hafa samband við Þórhall, hann ætlar að útnefna fulltrúa frá RÍN og hafa síðan samband við Helgu. Eftir það kemur Oddný og fulltrúi úr stjórn Hnallþóru og skipulag fyrir daginn hefst. Planið er að dagurinn verði í janúar.

Vísindaferð í ORA:

-        Fá á hreint hvenær og hvort verði. Þarf að tilkynna í byrjun nóvember fyrir MNÍ meðlimi. (Baldvin tilnúinn með fyrir næsta fund)

Önnur mál:

-        Allir sem á fundinum voru voru sammála um að það að gera facebook síðu fyrir stjórnina myndi auðvelda mjög samskiptin.

-        MNÍ hefur verið með fulltrúa í ýmisskonar næringarfræði-samtökum. Nú er Inga Þórsdóttir fulltrúi í aljþjóðlegum næringarsamtökum (FENS og IUNS) og var að athuga hvort MNÍ gæti borgað félagsgjöld í félagið.

  • Mikilvægt að vita hvort Inga sé fulltrúi MNÍ í félaginu eða sem einstaklingur eða næringarfræðingur almennt ótengt MNÍ.

-        Formaður fékk tölvupóst þess efnis hvort ætti ekki að taka upp heiðursverðlaun á matvæladeginum þar sem þakkað er fyrir vel unnin störf í þágu fræðanna. Vel var tekið í það af stjórnarmönnum en það yrði aldrei fyrr en á næsta ári í fyrsta lagi. Þá þyrfti að hafa heiðursverðlaunanefnd. Hægt væri að hafa slík verðlaun á nokkurra ára fresti til dæmis.

-        Kalla þarf inn varamann í nefndina fyrir Rakel, það þarf að hafa samband við báða varamennina og heyra í þeim hljóðið. Ekki víst hvaða embætti þeir myndu hinsvegar gegna í stjórninni.

-        Mikilvægt að allir stjórnarmenn skoði vel handbókina fyrir næsta fund.

Verkefnum verður síðan deilt út af formanni.

Fundi var slitið kl 18:05


MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.