MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
Senda ß fÚsbˇk

Stjˇrnarfundur MN═ 30.nˇv 2013
30 nˇvember 2013 16:40

Stjórnarfundur MNÍ

Dagsetning: 30.11.13

Fundarstaður: Hilton Hótel Nordica

Fundarefni:             

-        Boðun varamanns

-        Fundargerð síðasta fundar

-        Ársreikningur 2012

-        Vefsíða og hýsing

-        Ógreidd félagsgjöld

-        Félagatal á vef

-        MNÍ-dagurinn 2013 og 2014

-        MNÍ póstsendingar

-        Kynningar-/Fræðslufundur með nemum

-        Erlend fagfélög

-        Handbók MNÍ

-        Önnur mál

Fundur settur kl 16:40

Fundarmenn: Helga Sigurðardóttir, Oddný Kristín Kristbjörnsdóttir, Anna Rósa Magnúsdóttir, Baldvin Valgarðsson

Forföll: Rakel Dögg Hafliðadóttir

Varamaður: Zulema Sullca Porta

Boðun varamanns:

-        Zulema Sullca Porta kemur inn sem varamaður í stjórn fram til næsta aðalfundar vegna búferlaflutnings og barneignaleyfis Rakelar. Zulema er boðin velkomin.

Fundargerð síðasta fundar:

-        Fundargerðin liggur fyrir og var farið yfir hana – engar athugasemdir gerðar og hún samþykkt.

Ársreikningur 2012

-        Ársreikningur liggur fyrir og var samþykktur. HS fái undirritun skoðunnarmanna.

Vefsíða og hýsing

-        HS sendi fyrirspurn á D10 með það að markmiði að fá betri skilning á undirliggjandi samningi um vefsíðuforrit og hýsingu mni.is. Enn beðið eftir svörum – HS mun fylgja eftir.

Ógreidd félagsgjöld

-        Rýnt var í yfirlit sem RDH hafði unnið yfir félagsmenn sem eiga ógreidd félagsgjöld sl. ára. Í samræmi við lög MNÍ var ákveðið að senda „viðvörunar“bréf til þessara einstaklinga, enda muni þér að óbreyttu falla af félagaskrá. Á fundinum var unnið að drögum þessa bréfs. BV mun klára drögin og ZSP, með HS, vinna málið áfram.

Þá var einnig rætt og samþykkt að stjórnarmenn greiði ekki félagsgjald meðan á stjórnarsetu stendur.

Félagatal á vef

-        Enn var rætt um útfærslu á því að gera aðgengilegt fyrir félagsmenn og almenning félagatal MNÍ. Ákveðið að leggja upp með fullt nafn félagsmanns og æðstu menntun, en áður en að því kæmi væri málið kynnt félagsmönnum og kallað eftir staðfestingu á menntun. Ákveðið að vinna þetta verkefni í febrúar/mars 2013.

MNÍ-dagurinn 2013 og 2014

-        HS mun senda framkvæmdanefnd 2013 fyrirspurn um hvort uppgjöri dagsins sé lokið

-        Ákveðið að kalla eftir tillögum að efni dagsins 2014 í febrúar og að skiladagur nefndar verði í byrjun mars.

MNÍ póstsendingar

-        Rætt um hvaða miðla ætti að nota og hvenær. Möguleikar eru – mni.is, FB og Email. Ef um áríðandi tilk. er að ræða skyldi nota alla miðla. Annars væri mni.is og FB hentugur miðill og skyldi miða við uppfærslur/útsendingar 1x í mánuði.

Kynningar-/Fræðslufundur með nemum

-        HS hefur verið í sambandi við Þórhall hjá HÍ og OKK heldur utan um skipulag að örðu leiti. Ákveða þarf tíma – rætt um mánaðarmót jan/feb.

Erlend fagfélög

-        Borist hefur fyrirspurn um hvort MNÍ greiði aðild að FENS (Federation of European Nutrition Societies (http://www.fensnutrition.eu/ )) og IUNS (International Union of Nutritional Sciences ( http://www.iuns.org/ )).  Málið rætt en fá þarf staðfest árgjaldið áður en endanleg afstaða er tekin.

-        Ákveðið að leitast eftir því að fá fulltrúa erlendra félaga að taka saman stutta lýsingu og annað (s.s. veftengil) til að miðla á mni.is.  Einnig rætt að ganga þyrfti betur eftir því að fulltrúarnir sendi frá sér skriflega skýrslu/samantekt yfir starfsemi ársins á aðalfundi MNÍ.

Handbók MNÍ

-        Ákveðið að BV taki að sér að skipta köflum bókar niður á stjórnarmenn vegna áætlaðrar uppfærslu hennar.

Önnur mál

-        Rætt: Ritari haldi utan um félagatal sbr. lög félagsins

-        Rætt: Skyldi MNÍ dagurinn haldinn annað hvort ár á því sniði sem hann hefur verið og hitt árið væri lögð áherslu á fræðsludag – nú eða dreifa fræðslustarfsemi yfir árið. Ákveðið að taka málefnið upp á næsta aðalfundi.

-        Rætt: Skyldi Fjöreggið vera eingöngu vegna lofsvers framtaks fyrirtæja en ekki veitt til einstaklinga. Einnig rætt um hvort félagið ætti að taka upp s.k. heiðursverðlaun til félagsmanna sem t.d. yrðu veitt á 3ja eða fimm ára fresti.

-        Prófkúruhafi: Vegna forfalla RDH var ákveðið að deilda út hennar verkefnum og OKK og HS fengju prófkúrurétt og aðgang að netbanka.

-        Pósthólf: OKK sér um að sækja póst.

Næsti fundur ákveðinn 14.1.2014

Fundi var slitið kl 18:30


MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.