MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
Senda ß fÚsbˇk

A­alfundur MN═ 6.maÝ 2015
06 maÝ 2015 17:30

Fundarstaður: Norrænahúsið, Reykjavík

Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins,

 1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
 2. Reikningar félagsins.
 3. Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta starfsárs og ákvörðun félagsgjalda.
 4. Skýrslur nefnda.
 5. Skýrslur fulltrúa MNÍ í öðrum félögum.
 6. Atkvæðatalning kjörs til stjórnar félagsins.
 7. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
 8. Aðrar kosningar, svo sem kjör fulltrúa í önnur samtök.
 9. Lagabreytingar.
 10. Önnur mál.

Fundur settur kl 17:30

Fundarmenn: Mættir voru 16 félagsmenn auk stjórnar MNÍ (Helga Sigurðardóttir, formaður MNÍ, Baldvin Valgarðsson, ritari MNÍ, og Zulema Clara Sullca Porta, meðstjórnandi; forföll Oddný Kristín Kristbjörnsdóttir (OKK), gjaldkeri MNÍ og Anna Rósa Magnúsdóttir, meðstjórnandi)

Formaður MNÍ Helga Sigurðardóttir (HS) opnaði fundinn og lagði til að Ragnheiður Héðinsdóttir (RH) yrði fundarstjóri og Baldvin Valgarðsson (BV) fundarritari. Samþykkt.

Áður en gengið var til dagskrár gekk RH úr skugga um það að löglega hafi verið boðað til fundarins. Það var svo.

 1. HS flutti skýrslu stjórnar. Starfsárið var nokkuð hefðbundið, þar sem Matvæladagurinn sem haldinn var 17. október á Hótel Sögu stóð uppúr. Félagið stóð fyrir heimsókn í Lambahaga og gönguferð um Búrfellsgjá undir leiðsögn Péturs Helgasonar matvælafræðings.

 1. HS kynnti reikninga félagsins í fjarveru OKK. Ársreikningi var dreift meðal fundarmanna.

Spurt var útí útistandandi kröfur vegna félagsgjalda og Matvæladags, en þær hljóða uppá rúmlega 600þúsund. Ekki lág fyrir hlutskipting upphæðarinnar milli félagsgjalda og matvæladags en hvorki fyrir félagsgjöld en matvæladag hefur verið farið útí innheimtuaðgerðir. Félagsmenn hafa hingað til ekki verið teknir úr félagatali í greiðslur falli niður tvö ár í röð eða lengur. Töldu fundarmenn æskilegt að uppfæra félagatal m.v. greiðendur félagsgjalda.

Ársreikningurinn var borinn undir atkvæði. Samþykktur.

 1. HS kynnti starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta starfsárs og ákvörðun félagsgjalda. Núverandi stjórn hafði ekki lagt upp og samþykkt sérstaka starfs- og fjárhagsáætlun f. komandi ár. HS taldi það í verkefni  nýrrar stjórnar og nefndi að starf félagsins hafi verið nokkuð fastmótað og ekki uppi tillögur frá félagsmönnum um breyttar áherslur. HS upplýsti að stjórnin legði til óbreytt félagsgjöld uppá 5000 kr per ár. Sú tillaga var berin upp til atkvæða.  Samþykkt.

Tillaga kom frá fundarmanni um að félagsmenn 67 ára og eldri fái afslátt af félagsgjöldum. Fundurinn samþykkti að vísa tillögunni til stjórnar.

 1. HS kynnti skýrslur nefnda.

Endurmenntunar og fræðslunefnd -  HS greindi frá starfi nefndarinnar í fjarveru Fríðu Rúnar. Árinu var lagt upp með námskeið sem félagsmenn komu að sem kennarar og önnur sem talin voru falla vel að þörfum félagsmanna. Ábending kom frá fundarmanni að kynna þyrfti betur á mni.is hvað væri í boði f. félagsmenn hjá Endurmenntun HÍ.

Næringarhópur – Borghildur Sigurbergsdóttir sté fram fyrir hönd Næringarhóps MNÍ og kynnt starfi hópsins.

Næringarrekstrarhópur – Á fundinum voru nokkrir næringarrekstrarfræðingar og vildu þeir koma því á framfæri að hópurinn væri virkur.

Aðrar skýrslur lágu ekki fyrir.

 1. HS kynnti skýrslur fulltrúa MNÍ í öðrum félögum.

EFAD - The European Federation of the Associations of Dietitians; Tengiliður Heiða Björg

ICDA - The International Confederation of Dietetic Associations; Tengiliður Fríða Rún

NDF - Nordisk Dietist Förening; HS

Formlegar skýrslur bárust ekki en fundarmenn voru á því að tengiliðir nefnda yrðu að vera virkar yfir árið að kynna starfsemina fyrir félagsmönnum, .s.s. í gegnum mni.is

 1. Atkvæðatalning kjörs til stjórnar félagsins.

Til formanns var kjörin Laufey Steingrímsdóttir.

Til meðstjórnenda voru kjörnir Karl Jóhann Gränz og Ellen Alma Tryggvadóttir.

Til varamanns var kjörin Guðný Jónsdóttir.

 1. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara

Pétur Helgason og Ingibjörg Gunnarsdóttir voru endurkjörin. Ekki var kjörinn varamaður.

 1. Aðrar kosningar, svo sem kjör fulltrúa í önnur samtök.

Engar kosningar voru nauðsynlegar.

 1. Lagabreytingar

Engar tillögur að lagabreytingum lágu fyrir fundinum.

10. Önnur mál

 1. Matvæladagurinn – Staða undirbúnings

BV upplýsti um að salur á Grand Hótel hafi verið bókaður 14.10.2015 og að gengið hafi verið frá samkomulagi við SI um að samtökin styrki Fjöreggið eins og undanfarin ár. BV upplýsti um að afar illa hafi gengið að manna nefndir og sagði að ef staðan væri þessi að félagsmenn væru tregir til að leggja fram vinnu sína þá yrði að fella daginn niður þetta árið.  Fundarmenn voru á því að gera yrði eina lokatilraun..

 1. Herdís M Guðjónsdóttir lagði fram tillögu fyrir fundinn að hann samþykkti stuðningsyfirlýsingu við kjarabaráttu SHMN (Stéttarfélags háskólamanna á matvæla og næringarsviði) undirfélag BHM. Framlögð yfirlýsing var samþykkt af fundarmönnum.
 2. Faghópar – Hópar félagsins, Matvælahópur, Næringarhópur og Næringarrekstrarhópur eru misvirkir og lagði BV til að þeir gerðu sig sýnilegri á vefnum mni.is.
 3. Árshátíð – Félagsmenn af yngrikynslóðinni (ritnefnd sl. árs) hefur áhuga að blása til árshátíðar með haustinu. Fundarmönnum leyst vel á hugmyndina.


MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.