MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
Fj÷reggi­ 2019
Tilnefningar


Fj÷reggi­ 2019 Tilnefndir
Fjöregg Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ) 2019 var afhent á Matvæladaginn 29. október síðastliðin. Verðlaunin eru veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. 

Þetta er í tuttugasta og sjöunda skiptið sem verðlaunin eru afhent og hafa Samtök iðnaðarins frá upphafi verið bakjarl þeirra. Fimm fyrirtæki fengu tilnefningu og kom það í hlut Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins að tilkynna vinningshafann og afhenda Fjöreggið.
  

Að þessu sinni var það bærinn Sandhóll í Meðallandi sem hlaut það. Sandhóll er fjölskyldufyrirtæki sem hefur komið með nýjar og spennandi vörur úr íslensku hráefni á markað og er kaldpressuð repjuolía og íslenskri hafrar meðal þeirra. Sandhóll leggur áherslu á að fullnýta afurðir og vistvæna ræktun, en öll ræktun er stunduð án notkunar illgresiseyðis eða annarra óæskilegra efna

Hin fjögur fyrirtækin sem voru tilnefnd eru eftirfarandi: 

Efla verkfræðistofa fékk tilnefningu fyrir þjónustuvefinn Matarspor. Þar má reikna út og bera saman kolefnisspor mismunandi máltíða og rétta.
  

Norðlenska fékk tilnefningu fyrir nýjar og umhverfisvænni umbúðir.
 

MS fékk tilnefningu fyrir nýja vörulínu sem kallast Ísey ÁN. Um er að ræða nýjar tegundir af Ísey skyri sem eru án viðbætts sykurs og sætuefna. 

Krónan fékk tilnefningu fyrir að draga úr sóun og auka umhverfisvitund neytenda. 

MNÍ og Samtök iðnaðarins óska vinningshafanum og þeim frábæru fyrirtækjum sem tilnefnd voru til hamingju!31.10.2019 GKSMN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.