2006: Öflugur matvælaiðnaður í stöðugri framþróun
Matvæladagur MNÍ 2006 var haldinn föstudaginn 20.
október nk. á vegum Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ). Efni
dagsins var öflugur matvælaiðnaður í stöðugri framþróun. Efnt var til
ráðstefnu þar sem erlendir og innlendir sérfræðingar í málefninu héldu
fyrirlestra. Dagskráin var frá kl 12:30-17 á Hótel Loftleiðir
Reykjavík.
Tímasetning Matvæladagsins var valin með tilliti
til þess að 16. október ár hvert minnir Matvæla- og landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna, FAO, á misskiptingu fæðu í heiminum á alþjóðlegum
degi fæðunnar.
Í byrjun dagsins var "Fjöregg MNÍ" afhent en
það er verðlaunagripur sem veittur er árlega fyrir lofsvert framtak á
matvælasviði. Samtök iðnaðarins gefa verðlaunagripinn sem er hannaður
og framleiddur hjá Gleri í Bergvík. Guðrún Adolfsdóttir hlaut fjöreggið
2006 fyrir námskeiðin Borðum betur sem vakið hafa verðskuldaða athygli.
Ráðstefnugögn
Myndir
Matur er mannsins megin (5,5 MB)
Fyrirlestrar á pdf-formi:
- Kostir og gallar matvælavinnslu - Guðjón Þorkelsson, Háskóla Íslands, matvæla- og næringarfræðiskor
- Nýfæði og markfæði - Margrét Geirsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
- Markaðssetning matvæla - Halldóra Tryggvadóttir Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf
- Fiskiðnaður - Níels Rafn Guðmundsson, Iceland Seafood International
- Mjólkuriðnaður - Dr. Björn S. Gunnarsson, MS
- Grænmetisiðnaður - Gunnlaugur Karlsson, Sölufélagi garðyrkjumanna
- Kjötiðnaður - Sigurgeir Höskuldsson, Norðlenska ehf.
- Sælgætisiðnaður - Rúnar Ingibjartsson, Nóa-Síríusi
- Hollustustefna matvælafyrirtækja - Dr. Tim Lang, City University, London
- Neytendur í nútíma þjóðfélagi - Keypt í matinn - Guðný E. Ingadóttir, neytandi
- Brauðgerð - Iðunn Geirsdóttir, Myllunni
- Lýsisframleiðsla - Jón Ögmundsson, Lýsi hf.
2005: Stóreldhús og mötuneyti
Matvæladagur MNÍ 2005 var haldinn föstudaginn 14. október nk. á vegum Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ). Efni dagsins í ár var "Stóreldhús og mötuneyti." Efnt var til ráðstefnu þar sem erlendir og innlendir sérfræðingar í málefninu héldu fyrirlestra. Dagskráin var frá kl 12:30-17 á Grand Hótel Reykjavík.
Tímasetning Matvæladagsins var valin með tilliti til þess að 16. október ár hvert minnir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, á misskiptingu fæðu í heiminum á alþjóðlegum degi fæðunnar. Í fundarhléi var „Fjöregg MNÍ" afhent en það er verðlaunagripur sem veittur er árlega fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Samtök iðnaðarins gefa verðlaunagripinn sem er hannaður og framleiddur hjá Gleri í Bergvík. Alcan á Íslandi hlaut Fjöregg MNÍ 2005.
Dagskrá
Myndir
Matur er mannsins megin (3,8 MB)
Fyrirlestrarnir á pdf-formi:
Mary-Ann Sorensen - The challenge of being a leader of a large scale kitchen in a hospital or nursing home
Sara-Mari Jonsson - Foodservice in Swedish hospitals
Jórlaug Heimisdóttir, Lýðheilsustöð - Allt hefur áhrif, einkum við sjálf
Valentína Björnsdóttir, Móðir náttúra - Gott veganesti
Olga Mörk Valsdóttir, Sláturfélag Suðurlands - Hollt í hádeginu
Ólafur Sæmundsson, næringarfræðingur - Skólamáltíðir - komnar til að vera
Hildur Atladóttir, Alcan á Íslandi - Fyrirbyggjandi viðhald - heilsuátak hjá ISAL
Guðný Jónsdóttir, sóltúni - Hjúkrunarheimilið Sóltún, eldhúsrekstur
2004: Rannsóknir á sviði matvæla- og næringarfræði
Matvæladagurinn 2004 var haldinn á Nordica hotel föstudaginn 15. október. Yfirskrift ráðstefnunnar var Rannsóknir á sviði matvæla- og næringarfræði. Fjöreggið að þessu sinni hlaut Dr. Inga Þórsdóttir prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Landspítala - háskólasjúkrahús.
Dagskrá - Myndir - Matur er mannsins megin (ath. 6 MB)
Fyrirlestrarnir á pdf-formi:
Dr. Arne Astrup (KVL):
The optimal diet to fight the obesity epidemic (4940 KB)
Dr. Inga Þórsdóttir og Guðjón Þorkelsson
Rannsóknanám í matvæla- og næringarfræði við HÍ og SEAFOODPlus (1118 KB)
Hólmfríður Sveinsdóttir
Mikilvægi trypsína í fóstrum og lirfum Atlantshafsþorsks (Gadus morhua) (1719 KB)
Ása Guðrún Kristjánsdóttir
Ávaxta- og grænmetisneysla ellefu ára skólabarna og foreldra þeirra (448 KB)
Dr. Magnús Guðmundsson
Áhrif háþrýstings á matvæli (1076 KB)
2003: Breytingar á mataræði - hvað býr að baki?
Matvæladagur MNÍ 2003 var haldinn á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 17. október. Yfirskrift ráðstefnunnar var "Breytingar á mataræði - hvað býr að baki?" Fjöreggið að þessu sinni hlaut Pottagaldrar fyrir kryddvörulínu sína og markaðssetningu á henni. Dr. Bryndís Eva Birgisdóttir ritaði samantekt matvæladags 2003.
Dagskrá - Afhending fjöreggs - Myndir - Matur er mannsins megin (1427 KB)
Fyrirlestrarnir á pdf-formi:
Dr. Laufey Steingrímsdóttir, Lýðheilsustöð:
Frá plokkfiski til pítsu - menningarlegt heljarstökk við eldhúsborðið (576 KB)
Dr. Tim Lobstein, International Obesity Task Force:
Food policies and the communication of non-communicable disease (3704 KB)
Sveinbjörg Halldórsdóttir, Rannsóknastofu í næringarfræði:
Áhrif skóla og foreldra á mataræði barna (968 KB)
Guðbjörg Helga Jóhannsdóttir, Osta- og smjörsölunni:
Fituminna fæði - feitara fólk (343 KB)
Brynhildur Briem, Neytendasamtökunum:
Hinn ráðvillti neytand (103 KB)
Kristinn Ólafsson, IMG:
Erum við eins? (733 KB)
Stefán Vilhjálmsson, kjötmatsformaður, lét ekki sitt eftir liggja þó hann kæmist ekki á matvæladaginn og sendi í tölvupósti tilbrigði við gamla matvæladagslimru:
Matvælafleipur og flím
fellt hef í stuðla og rím,
en sitja verð heima
um sumblið að dreyma
og ráðvillta Brynhildi Briem.
2002: Matvælaeftirlit - horft til framtíðar
Matvæladagur MNÍ 2002 var haldinn á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 18. október. Þátttaka var mjög góð að vanda, 128 gestir. Yfirskrift ráðstefnunnar var "Matvælaeftirlit - horft til framtíðar". Til máls tóku bæði fulltrúar frá eftirlitsaðilum og fyrirtækjum og sköpuðust líflegar umræður í lok fyrirlestra. Fjöreggið að þessu sinni hlaut Rannsóknaþjónustan Sýni.
Dagskrá - Pallborðsumræður - Glósur Stefáns - Myndir - Matur er mannsins megin (776 KB)
2001: Matur - hollusta - pólítík
Matvæladagur MNÍ 2001 var haldinn á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 19. október. Þar var meðal annars fjallað um þróun matvöruverðs, áhrif stjórnvalda á verðlag, hvernig lífsstíll tengist neysluvenjum, og stefnum íslenskra stjórnvalda og WHO í manneldismálum. Fjöreggið að þessu sinni hlaut Kaffitár fyrir líflegt kaffi, vandaðar vörur, vöruúrval og markaðssetningu.
Dagskrá - Afhending fjöreggs - Glósur Stefáns - Myndir
2000: Örugg matvæli
Matvæladagur MNÍ 2000 var haldinn á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 13. október. Þar var rætt um tíðni og útbreiðslu matarsjúkdóma á Íslandi, traust neytenda og þau stjórntæki í fyrirtækjunum sem tryggja eiga örugg matvæli. Fjöreggið að þessu sinni hlaut Mjólkursamlag KEA fyrir KEA skyr.
Dagskrá - Afhending fjöreggs - Glósur Stefáns - Myndir
1999: Offita
Matvæladagur MNÍ 1999 var haldinn í þingsal A að Hótel Sögu föstudaginn 15. október. Umfjöllunarefni dagsins var þróun og tíðni offitu á Íslandi, afleiðingar hennar og meðferð, sem og þróun í matvælavinnslu með tilliti til "léttari" afurða. Fjöregið að þessu sinni hlaut Svínaræktarfélag Íslands fyrir aukin gæði og lækkað verða á svínakjöti.
Dagskrá - Afhending fjöreggs - Glósur Stefáns
1998: Matur og umhverfi
Að þessu sinni var matvæladagurinn haldinn á Akureyri. Rætt var um umhverfismál og matvælaiðnað, lífræna ræktun, sorp og umhverfisstaðla. Útgerðarfélag Akureyringa fékk fjöreggið fyrir fullvinnslu á lífrænum úrgangi.
Dagskrá
1997: Matvæli á nýrri öld
Umræðuefni matvæladagsins að þessu sinni var nýfæði og markfæði ásamt líftækni við matvælaframleiðslu og þeim lögum og reglum sem í undirbúningi/gildi eru. Fjöreggið að þessu sinni féll Lýsi hf. í skaut fyrir Krakkalýsi.
Dagskrá
1996: Vöruþróun og verðmætasköpun
Rannsóknir og vöruþróun voru til umfjöllunar að þessu sinni, auk þróunarkostnaðar, markaðssetningar erlendis, líftíma vöru og áhrifa smásala. Sláturfélag Suðurlands hreppti fjöreggið að þessu sinni fyrir vöruþróun.