Fjöreggið 2005 Alcan fyrir heilsuátak starfsmanna.
Átakið skiptist í þrjá meginþætti, næringu og hreyfingu, stoðkerfi og líkamsbeitingu og andlega líðan. Verkefnið er veigamikið, vel útfært og í höndum fagmanna. Heilsuátakið sýnir í hnotskurn mikilvægi þess að vel sé hugsað um líðan og heilsu þess mannauðs sem býr í hverju fyrirtæki
Fjöreggið 2004 Dr. Inga Þórsdóttir prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Landspítala - háskólasjúkrahús
Fjöreggið 2003 Pottagaldrar fyrir kryddvörulínu sína og markaðssetningu á henni.
Fjöreggið 2002 Rannsóknarþjónustan Sýni ehf. fyrir frumkvöðlastarf m.a. við fræðslu starfsmanna matvælafyrirtækja og þrautseigju í samkeppni. Ráðgjöf, gæðamál og mælingar
Fjöreggið 2001 Kaffitár fyrir fjölbreytta framleiðslu og nýstárlega markaðssetningu á kaffivörum
Fjöreggið 2000 Mjólkursamlag KEA fyrir KEA skyr