Matvæladagur MNÍ 2010
Eru upplýsingar um næringu og fæðubótarefni á villigötum?
Hilton Reykjavík Nordica Hótel 27. október 2010, jarðhæð
Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands var haldin miðvikudaginn 27. október 2010 á Hilton Reykjavík hóteli. Ráðstefna dagsins fjallaði m.s um næringu og fæðubótarefni. Flutt voru níu erindi og mörgum spurning svarað. Það var talað um hvort spelt væri hollara en annað hveiti og hvort hvítur sykur væri óhollari en annar sykurefni eins og t.d. agavasírop og hunang. Fæðubótarefni var mikið til umræðu bæði gagnsemi eins og t.d. Omega fitusýrur og skaðsemi fyrir lifrinnar af extrötum. Þátttakendur voru um 190. Fundarstjóri var Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís.
Í byrjun ráðstefnunnar afhenti Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins "Fjöregg MNÍ" en það er verðlaunagripur sem veittur er árlega fyrir lofsvert framtak á matvælasviði. Samtök iðnaðarins gefa verðlaunagripinn sem er hannaður og framleiddur hjá Gleri í Bergvík.
Ólafur Reykdal matvælafræðingur hlaut Fjöregg MNÍ 2010 fyrir rannsóknir sínar á íslensku byggi. Hann hefur um árabil verið í forsvari fyrir rannsóknir á næringarefnainnihaldi og eiginleikum byggs og unnið að gæðakröfum til viðmiðunar fyrir notkun á byggi í matvælaframleiðslu og bjórgerð.
Dagskrá Matvæladags
Myndir
Matur er mannsins megin 2010 (11 MB)
Fyrirlestrar á pdf-formi:
- Næring og rangfærslur á okkar dögum. Kolvetni; brauð, pasta, spelt & glútensnautt - Ása Guðrún Kristjánsdóttir Næringarfræðingur, HÍ
- Fita, olíur & kókos - Alfons Ramel Næringarfræðingur, HÍ
- Mjólk & krabbamein - Laufey Steingrímsdóttir Prófessor í næringarfræði, HÍ
- Sykur, sýróp & sætuefni. Samantekt: Hvað er hollt mataræði? - Anna Sigríður Ólafsdóttir Næringarfræðingur, HÍ
- Fæðubótarefni; duft eða matur? Fæst heilsan í töfluformi? - Fríða Rún Þórðardóttir Næringarfræðingur, Landspítali
- Kynning: eHap, Heilsuvitund og Endurmenntun - Helen Gray Næringarrekstrarfræðingur Forstöðum. Starfsmenntad. Iðunnar
- Náttúruvörur og náttúrulyf Hvað ber að hafa í huga? - Sesselja S. Ómarsdóttir Dósent í lyfja- & efnafræði náttúruefna, Lyfjafræðideild HÍ
- Fæðubótarefni Öryggi, skaðsemi, ávinningur - Magnús Jóhannsson Prófessor í lyfjafræði, HÍ
- Eftirlit með fæðubótarefnum. Fyrirkomulag & ábyrgð, er eftirlit fullnægjandi? Katrín Guðjónsdóttir Sérfræðingur Matvælastofnun Matvælaöryggis- & neytendamálasvið
- Túlkun rannsóknarniðurstaðna Upplýsingar til almennings - Ingibjörg Gunnarsdóttir Prófessor í næringarfræði, HÍ
- Fjölmiðlar og næringarmál. Hvaðan koma upplýsingar til almennings? - Áslaug Guðrúnardóttir Fréttamaður RÚV
- Veitum sannar upplýsingar. Á ábyrgð hvers? - Brynhildur Pétursdóttir Fulltrúi, Ritstjóri Neytendablaðsins
Eftirtaldar nefndir unnu að undirbúningi dagsins:
Framkvæmdanefnd Matvæladags 2010
Fríða Rún Þórðardóttir
Steinar B. Aðalbjörnsson
Atli Arnarson
Margrét Þóra Jónsdóttir
Ólöf Helga Jónsd
Ritnefnd fyrir "Matur er mannsins megin" 2010
Salome Elín Ingólfsdóttir
Ása Vala Þórisdóttir
Óla Kallý Magnúsdóttir
Brynhildur Briem
Svandís Erna Jónsdóttir
Verðlaunanefnd fyrir Fjöregg 2010
Margrét Bragadóttir
Guðrún Ólafsdóttir
Guðbrandur Sigurðsson
Borghildur Sigurbergsdóttir