MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands
FrÚttir Greinar & pistlar Fundarger­ir Myndaalb˙m Tenglar A­ildarumsˇkn Rß­gj÷f & ■jˇnusta
Fj÷reggi­ 2010

Ólafur Reykdal, matvælafræðingur hjá Matís hlaut í dag Fjöregg MNÍ 2010 sem veitt er fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Ólafur hlaut verðlaunin fyrir rannsóknir sem stutt hafa við nýsköpun og frumkvöðlastarf við ræktun, vinnslu og framleiðslu á afurðum á byggi.
 
Verðlaunin voru veitt í dag á Matvæladegi Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands sem var haldinn í 18. sinn í dag undir yfirskriftinni „Eru upplýsingar um næringu og fæðubótarefni á villigötum?“

Ólafur Reykdal matvælafræðingur veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Orra Haukssonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins.

Í umsögn dómnefndar segir: „Ólafur Reykdal hefur um árabil verið í forsvari fyrir rannsóknir á næringarefnainnihaldi og eiginleikum byggs, rannsóknir sem stutt hafa við nýsköpun og frumkvöðlastarf í ræktun, vinnslu og framleiðslu á afurðum úr byggi.“

Fjögurra manna dómnefnd valinkunnra einstaklinga og fræðimanna valdi fimm tilnefningar til Fjöreggsins sem skara þóttu fram úr, þær eru:

Mjólkursamsalan fyrir Fjörost, umhverfisvæna nýsköpun og nýjan valkost í mögrum mjólkurafurðum

Lýsi hf. fyrir að vaxa og dafna á grundvelli stöðugrar vöru- og markaðsþróunar

Matvælaskólinn hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni ehf. fyrir víðtækt námsframboð fyrir starfsmenn í matvælafyrirtækjum og mötuneytum

Ólafur Reykdal, matvælafræðingur fyrir þátttöku sína í rannsóknum sem hafa stutt við nýsköpun og frumkvöðlastarf við ræktun, vinnslu og á framleiðslu á afurðum úr byggi

Saffran veitingastaður fyrir að vera heilsusamlegur valkostur á veitinga- og skyndibitamarkaðnum, sem hefur náð til ungs fólks og notið vinsælda allt frá opnun

Þeir sem tilnefndir voru til Fjöreggsins stóðu fyrir kynningu á sínum vörum eða veittu upplýsingar um þær rannsóknir og verkefni sem þau standa fyrir.

Fjöreggið er íslenskt glerlistaverk, hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík. Samtök iðnaðarins gáfu verðlaunagripinn.
MN═ | MatvŠla- og nŠringarfrŠ­afÚlag ═slands | Pˇsthˇlf 8941 | 128 ReykjavÝk | SÝmi 863 6681 | Netfang: mni[at]mni.is
Vefur MN═ byggir ß D10 Vefb˙na­i. ═slenskt hugvit fyrir Ýslensk fÚlagasamt÷k.